Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eyjafjörður verði þjónustukjarni á norðurslóðum

Eyjafjörður verði þjónustukjarni á norðurslóðum

„Þetta tveggja ára átak snýst um að gera Eyjafjörð betur sýnilegan fyrir þann fjölda fyrirtækja sem eru í framkvæmdum, námu- og olíuvinnslu á norðurslóðum. Nú þegar eru um 30 stór verkefni í burðarliðnum eða komin á laggirnar á Grænlandi,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Lesa fréttina Eyjafjörður verði þjónustukjarni á norðurslóðum
Afmæliskort til Akureyrar

Afmæliskort til Akureyrar

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar stendur öllum vinum bæjarins nær og fjær til boða að senda Akureyri póstkort með afmæliskveðju. Tilvalið er að setjast niður og föndra heimagert kort með persónulegri kveðju til höfuðstaðar hins bjarta norðurs.
Lesa fréttina Afmæliskort til Akureyrar
Frá framleiðslu taupokana.

Styrkur afhentur

Í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00-22.00 fer fram lokakvöld Bleika októbermánaðarins og Dömulegra dekurdaga á Icelandair Hótel Akureyri. Þar mun Dóróthea Jónsdóttir lesa úr bók sinni Bleikur barmur sem fjallar um baráttuna við brjóstakrabbamein. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis verða á svæðinu með svokallað brjóstavesti sem konur geta prófað til að þjálfa sig í leitinni að brjóstakrabbameini. Séra Hildur Eir Bolladóttir flytur hugvekju í tilefni dagsins og Mareka kvartettinn syngur nokkur lög. Einnig verður flutt atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur þar sem leikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson taka höndum saman. Síðast en ekki síst verður afhentur styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sá styrkur varð til þegar skipuleggjendur Dömulegra dekurdaga ákváðu í samvinnu við grafíska hönnuðinn Bryndísi Óskarsdóttur, listakonurnar á vinnustofunni 10AN og nema við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri að framleiða taupoka tileinkaða Dömulegum dekurdögum.
Lesa fréttina Styrkur afhentur
Hænsnahöllin við Hlíð.

Hænsnahöllin verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru afhent í Reykjavík í morgun. Fyrstu verðlaun voru veitt fyrir upplýsingavefinn og þekkingarbrunninn Signwiki en Hænsnahöllin við Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri hlaut aukaverðlaun. Önnur aukaverðlaun hlaut vefur Reykjavíkurborgar, Betri Reykjavík. Alls voru 62 verkefni tilnefnd til verðlaunanna.
Lesa fréttina Hænsnahöllin verðlaunuð
Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar

Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar

Í kjölfar þess að lagt var fram frumvarp um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar hefur orðið nokkur umræða um mismunandi kyndingarkostnað á hinum ýmsu stöðum á landinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að niðurgreiðslur til húshitunar verði auknar verulega til þess hluta landsmanna þar sem verðið er hæst, en þar er átt við að um 10% landsmanna búa við mun hærri kyndingarkostnað en hin 90% landsmanna.
Lesa fréttina Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar
Mynd: Auðunn Níelsson.

Íbúaþing í Hofi

Akureyrarbær býður til íbúaþings í Hofi fimmtudaginn 8. nóvember nk. kl. 16.30-20.30. Viðfangsefnið er stórt: Að móta framtíð samfélagsins til langs tíma. Það er nauðsynlegt að íbúarnir móti framtíðina saman og þess vegna er öllum boðið til íbúaþingsins, ungum sem öldnum. Afrakstur þingsins myndar grunn að nýrri langtímaáætlun í anda Staðardagskrár 21.
Lesa fréttina Íbúaþing í Hofi
Handverk í Ráðhúsinu

Handverk í Ráðhúsinu

Síðastliðinn föstudag var opnuð handverkssýning í Ráðhúsinu í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt handverk sem starfsfólk Ráðhússins hefur unnið að í frítíma sínum.
Lesa fréttina Handverk í Ráðhúsinu
Bleikur október kvaddur

Bleikur október kvaddur

Á næstkomandi miðvikudag, 31. október, verður endapunkti Bleika mánaðarins og Dömulegra dekurdaga náð. Af því tilefni verður dagskrá á Icelandair Hótel Akureyri kl. 20.00-22.00 þar sem Dóróthea Jónsdóttir mun lesa úr bók sinni Bleikur barmur, séra Hildur Eir Bolladóttir flytja hugvekju og Mareka kvartettinn syngja nokkur lög. Einnig verður flutt atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur þar sem stórleikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson taka höndum saman. Síðast en ekki síst verður afhentur styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis frá Dömulegum dekurdögum.
Lesa fréttina Bleikur október kvaddur
Kórahátíð í Hofi

Kórahátíð í Hofi

Menningarhúsið Hof í samstarfi við Norðurorku, Hótel Kea, Landsvirkjun og Afmælisnefnd Akureyrar stendur fyrir Kórahátíð í Hofi á morgun, laugardag. Kórar af öllum stærðum og gerðum víðsvegar af Norðurlandi hafa skráð sig til leiks og í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar leggja kórarnir áherslu á tónlist tengda Akureyri.
Lesa fréttina Kórahátíð í Hofi
Mynd: Gísli Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri.

Vetri fagnað

Fyrsta degi vetrar verður fagnað á Minjasafninu á morgun, laugardag, kl. 14.00-16.00. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu sem og um króka og kima safnsins. Þar gefst áhugasömum gestum tækifæri til að kynnast arkitektúr hússins og fyrrverandi íbúum þess. Stúlknakór Akureyrarkirkju mun syngja vel valin lög og boðið verður upp á gamaldags nammi úr kramarhúsi.
Lesa fréttina Vetri fagnað
Úr vinnustofunni í Gamla skóla.

Smækkun í Hrísey

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti sveitarfélagið sex erlendum listamönnum styrki til að starfa og dveljast í Gamla skóla í Hrísey þar sem Norðanbál hefur innréttað vinnustofur og gistirými fyrir listafólk. Listamennirnir koma í tveimur hópum og eru þrjár listakonur að ljúka störfum í eyjunni um þessar mundir. Af því tilefni halda þær sýninguna Reduction eða Smækkun í Hrísey nú um helgina. Opið verður laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október frá kl. 14-17.
Lesa fréttina Smækkun í Hrísey