Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd tekin af heimasíðu Norðurorku.

Afmælisvaka stendur sem hæst

Afmælisvaka stendur nú sem hæst og hófust viðburðir dagsins kl. 10 í morgun þegar formleg afhending á söguvörðum fór fram við athöfn í Innbænum. Söguvörðurnar eru gjöf Norðurorku hf. til Akureyrar í tilefni 150 ára afmælisins. Viðburðir fóru fram víða um bæinn í gærkvöldi og voru vel sóttir. Fjöldi fólks var saman kominn í rómantíska Rökkurró í Lystigarðinum þar sem garðurinn var ljósum prýddur og veittar voru viðurkenningar fyrir vel hirta garða auk þess sem ýmsir listamenn tróðu upp. Skemmtileg stemning myndaðist á Exodus tónleikum rafsveitarinnar Reyk Week í Listagilinu og Draugaganga Minjasafnsins þótti kyngimögnuð.
Lesa fréttina Afmælisvaka stendur sem hæst
Frá Lystigarðinum í gær. Mynd: Auðunn Níelsson.

Sjónvarpsstöð Afmælisvöku

Í tilefni Afmælisvöku – 150 ára afmælishátíðar Akureyrar mun Vodafone í samstarfi við N4 senda út sérstaka sjónvarpsstöð á hefðbundinni rás sjónvarpsstöðvarinnar N4. Þar gefst gestum Afmælisvöku tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að senda inn myndir og tíst í gegnum snjallsíma sína. Útsendingarnar hófust í gær og halda áfram í allan dag en dagskráin verður endursýnd á morgun, sunnudag.
Lesa fréttina Sjónvarpsstöð Afmælisvöku
Söguskiltið um Búðargil.

Söguskilti afhjúpuð

Í dag, laugardaginn 1. september kl. 10.00, verða sex ný söguskilti afhjúpuð í hjarta gömlu Akureyrar og sérstök athöfn fer fram við áningarstaðinn á móts við Tuliniusarhús (við bílastæðin norðan Brynju). Sagt verður frá tilurð skiltanna, efnisvali og umfangi.
Lesa fréttina Söguskilti afhjúpuð
Ráðhústorg á afmælisdaginn. Mynd: Auðunn Níelsson.

Hápunktur Afmælisvöku um helgina

Afmælisvaka Akureyrar hefur nú staðið í viku og nær hápunkti um helgina. Ákaflega góð stemning hefur verið í bænum og þau voru mörg ógleymanlegu augnablikin sem fólk upplifði á sjálfan afmælisdaginn, 29. ágúst.
Lesa fréttina Hápunktur Afmælisvöku um helgina
Baraflokkurinn á níunda áratugnum.

Baraflokkurinn á Græna hattinum

Hin goðsagnakennda hljómsveit Baraflokkurinn heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22.00. Einnig mun hljómsveitin koma fram á Afmælistónleikunum í Gilinu annað kvöld kl. 21.00 ásamt Skriðjöklum, 200.000 naglbítum og Hvanndalsbræðrum. Baraflokkurinn mun spila lög af plötum sveitarinnar sem komu út á árunum 1981-1983.
Lesa fréttina Baraflokkurinn á Græna hattinum
Háskóli Akureyrar 25 ára

Háskóli Akureyrar 25 ára

Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri er boðið til hátíðarhalda í húsakynnum skólans á næstkomandi sunnudag kl. 13.00 til 16.00. Hátíðardagskráin hefst á sviði í Miðborg, anddyri háskólans, þar sem m.a. verður sýndur hluti úr leikverkinu Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur. Að því loknu tekur við dagskrá um allan háskóla þar sem margt verður í boði s.s. gönguferð með leiðsögn um byggingar háskólans með áherslu á arkitektúr og listaverk, sýning á vegum barnabókaseturs, bangsasjúkrahús og endurhæfing og í lok dagsins er hægt að fara í Sögugöngu um Sólborgarsvæðið. Boðið verður upp á köku og kaffi auk þess sem grillað verður sjávarfang og pylsur.
Lesa fréttina Háskóli Akureyrar 25 ára
Fjallganga í Glerárdal.

Glerárdalur gerður að fólkvangi

Opinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í Hofi á 150 ára afmælisdegi Akureyrar þar sem sérstakir gestir voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. Á fundinum voru samþykktar tillögur um að Glerárdalur verði gerður að fólkvangi og um að setja ákveðna upphæð árlega í umhverfisátak næstu fimm árin sem hugsað er í göngu- og hjólastíga, leikvelli og annað sem gerir umhverfið fallegra. Auk þess sem Jónu Bertu Jónsdóttur og Hermanni Sigtryggssyni veittar sérstakar heiðursviðurkenningar í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins.
Lesa fréttina Glerárdalur gerður að fólkvangi
Vilhjálmur B. Bragason.

Ungskáld frá Akureyri í Flóru

Þrjú ungskáld frá Akureyri, Vilhjálmur B. Bragason, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, munu lesa úr verkum sínum í Flóru, á nk. laugardag kl. 16.00 og er viðburðurinn hluti af dagskrá Afmælisvöku.
Lesa fréttina Ungskáld frá Akureyri í Flóru
Afmælisganga um slóðir skáldanna

Afmælisganga um slóðir skáldanna

Í afmælisgöngunni í kvöld, fimmtudagskvöld, verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna. Akureyrarbær hefur stundum verið nefndur “skáldabærinn" vegna fjölda eldri og yngri skálda sem hér hafa alið manninn. Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður farið í ljóðagöngu um brekkuna og heilsað upp á skáldin sem þar bjuggu og lesið úr ljóðum þeirra. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Amtsbókasafnið kl. 20.00 og göngunni lýkur við Sigurhæðir.
Lesa fréttina Afmælisganga um slóðir skáldanna
Nýtt dvalarheimili afhent

Nýtt dvalarheimili afhent

Í gær á 150 ára afmælisdegi Akureyrar voru formlega afhentir lyklar að nýju dvalarheimili við Vestursíðu sem fengið hefur nafnið Lögmannshlíð og á næstu dögum munu flytjast þangað þeir 45 íbúar Kjarnalundar og Bakkahlíðar. Nýja dvalarheimilið er hið fyrsta á Íslandi sem er að fullu hannað í anda Eden-hugmyndafræðinnar. Í Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á sjálfræði, virðingu, umhyggju, væntumþykju og gleði.
Lesa fréttina Nýtt dvalarheimili afhent
Fegrum, hreinsum og skreytum

Fegrum, hreinsum og skreytum

Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir Afmælisvaka - 150 ára afmælishátíð Akureyrar og af því tilefni er óskað eftir samvinnu við íbúa og fyrirtæki um að hreinsa vel til, halda bænum hreinum og henda ekki rusli á almannafæri. Einnig er hvatt til þess að skreyta garða og hús með hvítum perum og flagga íslenska fánanum um komandi helgi.
Lesa fréttina Fegrum, hreinsum og skreytum