Afmælisvaka stendur sem hæst
Afmælisvaka stendur nú sem hæst og hófust viðburðir dagsins kl. 10 í morgun þegar formleg afhending á söguvörðum fór fram við athöfn í Innbænum. Söguvörðurnar eru gjöf Norðurorku hf. til Akureyrar í tilefni 150 ára afmælisins. Viðburðir fóru fram víða um bæinn í gærkvöldi og voru vel sóttir. Fjöldi fólks var saman kominn í rómantíska Rökkurró í Lystigarðinum þar sem garðurinn var ljósum prýddur og veittar voru viðurkenningar fyrir vel hirta garða auk þess sem ýmsir listamenn tróðu upp. Skemmtileg stemning myndaðist á Exodus tónleikum rafsveitarinnar Reyk Week í Listagilinu og Draugaganga Minjasafnsins þótti kyngimögnuð.
01.09.2012 - 13:45
Almennt
Lestrar 785