Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Akureyri flugeldasýning 2012

Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00.
Lesa fréttina Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld
Jólastrætó Akureyrar.

Akstur strætó um jól og áramót

Strætisvagnar Akureyrar aka til hádegis á aðfangadag og gamlársdag. Síðustu ferðir úr miðbæ eru sem hér segir:
Lesa fréttina Akstur strætó um jól og áramót
Frá afhendingu gjafarinnar.

Gjöf til að opna ljósmyndavef

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar færðu sveitarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsveit bænum að gjöf eina milljón króna til að opna "Ljósmyndavef Akureyrar". Fulltrúar sveitarfélaganna afhentu gjöfina formlega á miðvikudag.
Lesa fréttina Gjöf til að opna ljósmyndavef
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Blysför á Þorláksmessu

Árleg blysför í þágu friðar verður farin frá Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 20 á Þorláksmessu. Ávarp flytur Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði og Gefjunarfélagar kveða rímur. Blysförin er farin gegn stríði í heiminum en víða er nú róstusamt og íbúar margra landa búa við stríðsástand.
Lesa fréttina Blysför á Þorláksmessu
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Strætó um Norðurland

Síðastliðið haust hóf Strætó bs. áætlunarferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur og frá og með 2. janúar næstkomandi bætast við ætlunarferðir um Norður- og Norðausturland. Um er að ræða ferðir frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Húsavíkur, Þórshafnar og Egilsstaða með viðkomu í Mývatnssveit og á Laugum.
Lesa fréttina Strætó um Norðurland
Styrkveitingar úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Styrkveitingar úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar

Nýverið var úthlutað styrkjum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til átta verkefna. Heildarupphæð úthlutunarinnar nam 19 milljónum króna. Þetta er síðasta úthlutun ársins, en alls hafa verið veitt styrkloforð til 17 verkefna á árinu upp á samtals 48.550.000 krónur.
Lesa fréttina Styrkveitingar úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Skötuveisla við Torfunefsbryggju

Árleg skötuveisla um borð í Húna II var haldin á mánudags- og þriðjudagskvöld og var þétt setinn bekkurinn. Það er Hollvinafélag Húna sem stendur fyrir þessum samkomum sem hafa mælst afar vel fyrir, enda stemningin einstök um borð í eikarbátnum þar sem hann liggur bundinn við Torfunefsbryggju.
Lesa fréttina Skötuveisla við Torfunefsbryggju
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Niðurstöður íbúaþings

Akureyrarbær efndi til íbúaþings í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 16.30-20.30 í þeim tilgangi að fá fram hugmyndir íbúa um framtíð samfélagsins til langs tíma og skapa þannig grunn að nýrri langtímaáætlun í anda Staðardagskrár 21. Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sínar á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi út frá vistfræðilegum, samfélagslegum og efnahagslegum þáttum og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi – í Akureyrarbæ, á Íslandi og hvar sem er í heiminum.
Lesa fréttina Niðurstöður íbúaþings
Úr myndbandinu.

Nýtt myndband við afmælislag

Gert hefur verið nýtt myndband við afmælislag Akureyrar "Ég sé Akureyri" eftir Bjarna Hafþór Helgason. Lagið er hér í útsetningu Gunnars Þórðarssonar, sungið af Jóhanni Vilhjálmssyni og Óskari Péturssyni. Einnig er til dansútgáfa og önnur rólegri útgáfa þar sem Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur en Kristján Edelstein útsetur.
Lesa fréttina Nýtt myndband við afmælislag
Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Á næstkomandi fimmtudag, 20. desember kl. 17.00-21.00, mun sannur jólaandi svífa yfir Sundlaug Akureyrar. Þá verður kertum dreift um úti- og innisvæði, ljós deyfð og hugljúf tónlist spiluð. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur. Hér gefst fólki einstakt tækifæri til þess að slaka á í amstri jólaundirbúningsins án mikillar fyrirhafnar og nú er bara að vona að veðurguðirnir setji ekki strik í reikninginn.
Lesa fréttina Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar
Akureyri í Útsvari í kvöld

Akureyri í Útsvari í kvöld

Lið Akureyrar mætir liði Ísafjarðarbæjar í 16-liða úrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í kvöld. Sem fyrr skipa þau Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Erlingsson lið Akureyrar en þau sigruðu síðast lið Hveragerðis glæsilega, 113-59.
Lesa fréttina Akureyri í Útsvari í kvöld