Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá jólatrésskemmtun á Ráðhústorgi.

Ljósin tendruð á jólatrénu

Aðventuævintýri á Akureyri hefst laugardagnn 1. desember þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en það er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst klukkan 14.45 þegar Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn Alberto Porro Carmona. Lúðrasveitin er eitt afmælisbörnum ársins en hún fagnar nú 70 ára afmæli sínu.
Lesa fréttina Ljósin tendruð á jólatrénu
Við undirritunina. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Norðurorka og SN undirrita bakhjarlasamning

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undirrituðu samstarfssamning í Hofi föstudaginn 30. nóvember í framhaldi af hljómsveitaræfingu dagsins en undirbúningur fyrir næstu tónleika SN stóð sem hæst.
Lesa fréttina Norðurorka og SN undirrita bakhjarlasamning
Hreinsistöð fyrir metangas.

Metan sem samsvarar um 600 fólksbílaígildum

Norðurorka hefur undirritað samning um kaup á gashreinsistöð frá fyrirtækinu Greenlane–Flotech í Svíþjóð. Stöðin hreinsar metan úr svonefndu hauggasi sem unnið verður úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal.
Lesa fréttina Metan sem samsvarar um 600 fólksbílaígildum
Mynd: Karl Eskil/Vikudagur.

Brunahætta

„Áhættan eykst alltaf til muna á þessum tíma og við sjáum að útköll hjá okkur aukast yfirleitt í desember og þá sérstaklega í tengslum við bruna eða óhöpp sem verða af völdum jólaljósa af ýmsu tagi,“ segir Þorbjörn Guðrúnarson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar.
Lesa fréttina Brunahætta
KEA úthlutar styrkjum

KEA úthlutar styrkjum

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 79. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og barst 141 umsókn. Veittir voru 36 styrkir, samtals að fjárhæð 6 milljónir króna.
Lesa fréttina KEA úthlutar styrkjum
Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.

Bæjarbúar ánægðir með Hof

Rúmlega átta af hverjum tíu íbúum Akureyrar og nágrennis eru jákvæðir gagnvart þeirri starfsemi sem boðið hefur verið upp á í Hofi frá opnun hússins fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent gerði á haustmánuðum.
Lesa fréttina Bæjarbúar ánægðir með Hof
Ef ég væri jólasveinn...

Mikið um að vera hjá LA

Mikið er um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar þessa dagana. Um síðustu helgi var jólaævintýrið "Ef ég væri jólasveinn" frumsýnt og skilaði brosandi og sönglandi leikhúsgestum á öllum aldri út í desemberhúmið. Einungis eru fjórar sýningar eftir af leikritinu: sunnudaginn 2. desember kl. 14 og 16 og sunnudaginn 9. desember kl. 14 og 16.
Lesa fréttina Mikið um að vera hjá LA
Uppselt á Snjókarlinn

Uppselt á Snjókarlinn

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur árlega Aðventuveislu sína kl. 16.00 laugardaginn 1. desember þegar sýnd verður teiknimyndin "Snjókarlinn" á risatjaldi í Hamraborg í Hofi við undirleik sveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitin nýtur liðsinnis einsöngvarans Gissurar Páls Gissurarsonar og barna- og stúlknakórs Akureyrarkirkju við flutninginn. Uppselt er á sýninguna.
Lesa fréttina Uppselt á Snjókarlinn
Ketilhúsið í Listagili.

Fundur um menningarstefnu

Á morgun, þriðjudaginn 27. nóvember, verður haldinn opinn kynningarfundur í Ketilhúsinu þar sem farið verður yfir drög að nýrri menningarstefnu Akureyrarbæjar. Fundurinn hefst kl. 17.00 og skal tilkynna þátttöku með því að senda póst á netfangið menningarstefna@akureyri.is.
Lesa fréttina Fundur um menningarstefnu
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Snjómokstur og hálkuvarnir

Vegna fannfergis í bænum hefur fólki orðið nokkuð tíðrætt um snjómokstur stærri og smærri gatna. Markmið Akureyrarbæjar er að veita ávallt sem besta vetrarþjónustu hvað varðar snjómokstur og hálkuvarnir og stuðla að öryggi vegfarenda.
Lesa fréttina Snjómokstur og hálkuvarnir
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Vargar skemma jólaljós

Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa undanfarna daga sett upp jólaljós víðs vegar um bæinn en svo virðist sem það falli ekki vel í kramið hjá öllum því mikið hefur verið um skemmdarverk. Ljósaperur hafa verið teknar úr trjám í flestum hverfum bæjarins en ástandið er þó sýnu verst í kirkjutröppunum niður af Akureyrarkirkju þar sem mörgum perum hefur verið stolið dag hvern.
Lesa fréttina Vargar skemma jólaljós