Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er yfirleitt fundarhlé hjá bæjarstjórn og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í sal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og hefjast kl. 16:00.  Upptökur frá fundunum er hægt að nálgast hér.

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 1. apríl: 

1. 2025031359 - Breytingar í nefndum - velferðarráð

Lögð fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði áheyrnarfulltrúi til 1. október 2025 í stað Tinnu Guðmundsdóttur sem verður í leyfi.

 

2. 2025031360 - Breytingar í nefndum - velferðarráð

Lögð fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Brynjólfur Ingvarsson verði vara-áheyrnarfulltrúi í stað Höllu Birgisdóttur Ottesen.

 

3. 2025030163 - Hlíðarvellir - Fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2025:
Erindi dagsett 5. mars 2025 þar sem Jóhann Þór Jónsson f.h. atNorth ehf. sækir um lóðir c, d og e á athafnasvæði við Hlíðarvelli til uppbyggingar á gagnaveri. Er jafnframt óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar núverandi lóð gagnavers atNorth við Hlíðarvelli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi þar sem um er að ræða framhald uppbyggingar sem hófst á svæðinu árið 2021. Skipulagsráð telur mikilvægt áður en að úthlutun kemur þá verði gerður samningur um nýtingu glatvarmans sem verður til við uppbygginguna. Ákvörðun um úthlutun lóðanna til umsækjanda er vísað til bæjarstjórnar sbr. ákvæði gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða.

 

4. 2023091318 - Eigandastefna fyrir félög í eigu Akureyrarbæjar

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. mars 2025:
Lögð fram tillaga að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins.
Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að útfæra aðgerðaáætlun skv. 3. gr. stefnunnar um innleiðingu hennar. Fyrirséð er meðal annars að breytingar á stjórn Norðurorku þarfnast undirbúnings og koma til innleiðingar á aðalfundi félagsins 2026.

 

5. 2025030938 - Tillaga til þingsályktunar um Borgarstefnu

Rætt um tillögu til þingsályktunar um Borgarstefnu sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 27. mars 2025, fagnaði framkominni þingsályktunartillögu og fól bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.

 

6. 2024101093 - Háskólinn á Akureyri

Rætt um Háskólann á Akureyri og mikilvægi stofnunarinnar fyrir sveitarfélagið.

 

7. 2025031559 - Samfélagssáttmáli um samfélagsmiðla- og skjánotkun barna

Umræða um gerð samfélagssáttmála um samfélagsmiðla- og skjánotkun barna hjá Akureyrarbæ.

 

 

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 14., 20. og 27. mars 2025

Bæjarráð 19. og 27. mars 2025

Fræðslu- og lýðheilsuráð 12. mars 2025

Skipulagsráð 26. mars 2025

Umhverfis- og mannvirkjaráð 18. mars 2025

Velferðarráð 26. mars 2025


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Síðast uppfært 28. mars 2025