Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Dömulegir dekurdagar

Dömulegir dekurdagar

Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fimmta sinn á Akureyri helgina 11.-14. október næstkomandi. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt verður að velja úr fjölda viðburða og bjóða Flugfélag Íslands og Icelandair Hótel Akureyri upp á sérstakan dekurpakka.
Lesa fréttina Dömulegir dekurdagar
Listamannsspjall í Mjólkurbúðinni

Listamannsspjall í Mjólkurbúðinni

Aðalheiður Valgeirsdóttir býður í listamannsspjall á morgun, laugardag, kl. 15.00 í Mjólkurbúðinni um sýningu sína Jarðsamband. Sýningin fjallar um náttúruna og þær spurningar sem vakna um tengsl manna og náttúru við síbreytilega ásýnd hennar.
Lesa fréttina Listamannsspjall í Mjólkurbúðinni
Opið hús hjá Norðurorku

Opið hús hjá Norðurorku

Í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Glerárvirkjun tók til starfa verður opið hús hjá Norðurorku hf. á morgun, laugardag, kl. 10.00-14.00. Opið verður í Glerárvirkjun og á Rangárvöllum þar sem gengið verður inn að vestan.
Lesa fréttina Opið hús hjá Norðurorku
Dr. William H. Thomas í Hlíð.

Heimsókn frá Bandaríkjunum

Bandaríkjamaðurinn Dr. William H. Thomas, upphafsmaður Eden hugmyndafræðinnar (Eden Alternative), heimsótti öldrunarheimili Akureyrar fyrr í vikunni. Hann er staddur hér á landi vegna ráðstefnu um Eden hugmyndafræðina sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Um 160 manns tóku þátt í ráðstefnunni og voru fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Færeyjum, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Suður Afríku. Auk þess að heimsækja öldrunarheimili bæjarins hélt dr. Thomas erindi í samkomusalnum í Hlíð þar sem hann sagði frá tilurð hugmyndafræðinnar og svaraði spurningum gesta úr sal.
Lesa fréttina Heimsókn frá Bandaríkjunum
Alþjóðastofa opnar heimasíðu

Alþjóðastofa opnar heimasíðu

Alþjóðastofa (Akureyri Intercultural Centre) opnaði á dögunum nýja og glæsilega heimasíðu, astofan.akureyri.is. Alþjóðastofa er upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir útlendinga um skólamál, félagslega þjónustu, skattamál, tryggingar, heilbrigðisþjónustu, námskeið í íslensku, dvalar- og atvinnuleyfi og margt fleira. Hún miðlar einnig túlkum og þýðendum fyrir fólk og stofnanir þegar þess gerist þörf.
Lesa fréttina Alþjóðastofa opnar heimasíðu
Fjáröflunartónleikar í Hofi

Fjáröflunartónleikar í Hofi

Á morgun, miðvikudag, kl. 18.00 verða fjáröflunartónleikar í Hofi vegna ferðar sellónemenda Tónlistarskólans á Akureyri til Barcelona. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 13 ára og eldri en einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allir sellónemendur skólans munu koma fram á tónleikunum og leika fjölbreytta dagskrá íslenskra og erlendra verka.
Lesa fréttina Fjáröflunartónleikar í Hofi
Mynd tekin af efsa.is.

Evrópumeistaramót í Eyjafirði

Íslandsdeild EFSA (European Federation of Sea Anglers) stendur fyrir Evrópumeistaramóti í strandstangveiðum í Eyjafirði dagana 24.-29. september. Akureyrarbær er gestgjafi þessa fyrsta móts sinnar tegundar sem haldið er hér á landi.
Lesa fréttina Evrópumeistaramót í Eyjafirði
1. deildarmeistarar Þórs

1. deildarmeistarar Þórs

Þór sigraði Hött 1-0 þegar liðin mættust á Þórsvelli á laugardaginn í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu í 10. sigurleik Þórs í röð. Þórsarar höfnuðu í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og munu því spila í úrvalsdeild næsta sumar.
Lesa fréttina 1. deildarmeistarar Þórs
Opin gestavinnustofa Gilfélagsins

Opin gestavinnustofa Gilfélagsins

Listamaður septembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins er þýski myndlistarmaðurinn Jens Reichert en þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir Ísland. Gestavinnustofan verður opin á morgun, laugardag, kl. 14.00-21.00. Reichert kom til Akureyrar frá Seyðisfirði þar sem hann dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells í einn mánuð.
Lesa fréttina Opin gestavinnustofa Gilfélagsins
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Hofi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Flutt verður ein vinsælasta sinfónía Peters Tchaikovsky, Sinfónía nr. 5, og Konsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn undir stjórn Ilans Volkovs. Einleikari á tónleikunum verður Bryndís Halla Gylfadóttir en hún er þekkt fyrir frábæra túlkun og glæsileika.
Lesa fréttina Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hofi
Farskóli safnmanna í Hofi

Farskóli safnmanna í Hofi

Félag íslenskra safna og safnmanna heldur þessa dagana farskóla sinn í menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni "Aðgengi að menningararfinum". Metþátttaka er í skólanum en alls eru um 120 starfsmenn íslenskra safna skráðir til leiks.
Lesa fréttina Farskóli safnmanna í Hofi