Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Dönskum sunnudegi frestað

Þar sem veðurhorfur eru mjög ótryggar næstu daga þykir afmælisnefnd Akureyrarbæjar, íbúum í Innbænum, fyrirtækjum og stofnunum, leitt að tilkynna að dönskum sunnudegi sem halda átti í Innbænum um helgina hefur verið frestað til sunnudagsins 19. ágúst.
Lesa fréttina Dönskum sunnudegi frestað
Frá Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Kjördeildir á Akureyri

Á laugardag kjósa Íslendingar forseta lýðveldisins og verða kjörstaðir í Akureyrarkaupstað í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Hríseyjarskóla í Hrísey og félagsheimilinu Múla í Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.
Lesa fréttina Kjördeildir á Akureyri
Aðkoman að Naustaborgum.

Gengið um Naustaborgir

Fimmtudaginn 28. júní kl. 20 verður farin afmælisganga um Naustaborgir. Í Naustaborgum er mikil náttúrufegurð, fjölbreyttar gönguleiðir, menningarminjar og fuglaskoðunarhús. Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála Akureyrarbæjar og Jón Ingi Cesarson leiða göngugesti um eitt leyndasta útivistarsvæði Akureyringa.
Lesa fréttina Gengið um Naustaborgir
Allt út um allt á Akureyri

Allt út um allt á Akureyri

Samtals 71 myndlistarmenn taka þátt í sýningunni ALLT + sem opnuð verður á morgun 23. júní, tileinkuð 150 ára afmæli bæjarins. Hér er ekki um neina venjulega samsýningu að ræða því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín.
Lesa fréttina Allt út um allt á Akureyri
Myndir: Íris Kristinsdóttir

Sumarsólstöður í Grímsey

Sumarsólstöðum var fagnar í Grímsey sl. miðvikudagskvöld. Boðið var upp á siglingu umhverfis eyjuna og um miðnætti safnaðist fólk saman á Heimskautsbaugnum og sungu ættjarðarlög í miðnætursólinni við undirleik Garðars Alfreðssonar.
Lesa fréttina Sumarsólstöður í Grímsey
Jónsmessan á Akureyri

Jónsmessan á Akureyri

Allir geta velt sér upp úr dögginni Jónsmessunótt en laugardaginn 23. júní verður ýmislegt fleira á boðstólnum sem vakið getur líkama og sál. Í Kjarnaskógi hefst dagskrá kl. 20.00 með opnun sýningar “Andar í skóginum”.
Lesa fréttina Jónsmessan á Akureyri
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Glerárþorpsganga

Næsta afmælisganga verður farin um Bótina og Ytra-Þorpið fimmtudaginn 21. júní kl. 20.00. Göngustjóri er Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, og sérlegur aðstoðarmaður hans er Víðir Benediktsson „Bótari“, skipstjóri og sögumaður.
Lesa fréttina Glerárþorpsganga
Hreinn Þór Hauksson ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála

Hreinn Þór Hauksson ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála

Hreinn Þór Hauksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu og staðfesti stjórn hennar ráðninguna á síðasta fundi. Umsækjendur um stöðuna voru 27 talsins.
Lesa fréttina Hreinn Þór Hauksson ráðinn verkefnisstjóri atvinnumála
Kvennasöguganga um innbæinn í dag

Kvennasöguganga um innbæinn í dag

Í dag kl. 16.30 verður boðið upp á sögugöngu í til efni kvenréttindadeginum 19. júní. Gangan hefst í Lystigarðinum við kaffihúsið Björk þar sem Björgvin Steindórsson forstöðumaður garðsins mun ávarpa göngufólk.
Lesa fréttina Kvennasöguganga um innbæinn í dag
Ólafur, Sigrún og Hugrún.

Vel gert, Akureyrarbær!

Hjólað í vinnuna, vinnustaðakeppni ÍSÍ, fór fram í 10. skiptið í maí. Alls voru 666 vinnustaðir, 1.679 lið með 11.382 liðsmönnum, skráðir til leiks. Hjólaðir voru 742.602 kílómetrar eða 554 hringir í kringum landið.
Lesa fréttina Vel gert, Akureyrarbær!
Malbikunarstörf.

Hlíðarbraut malbikuð

Í þessari viku verður nýtt lag af malbiki sett á Hlíðarbraut. Búast má við umferðartöfum vegna þessa. Settar verða upp merkingar sem segja til um lokanir þar þegar við á.
Lesa fréttina Hlíðarbraut malbikuð