Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir.

Sigurvegarinn í Komdu norður leiknum

Dregið var á dögunum í Komdu norður leiknum á Visitakureyri.is þar sem tveggja daga draumaferð til Akureyrar fyrir tvo var í boði. Skráningar í leikinn voru um 2.500 og úr öllum þeim fjölda var dregið nafn Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur í Reykjavík. Í leiknum var spurt um það hversu langt væri liðið frá því Lystigarðurinn á Akureyri var formlega opnaður og rétt svar er 100 ár.
Lesa fréttina Sigurvegarinn í Komdu norður leiknum
Þorpið í Hrísey.

Vorar í Hrísey

Það er vor í lofti í Hrísey. Eyjan er snjólaus að kalla og farfuglar farnir að láta á sér kræla. Þrestir komu þangað í hópum fyrir réttri viku og tjaldar eru komnir í fjörurnar, þreyttir eftir langt flug. Grágæsir eru komnar á varpstöðvar sínar í eyjunni en þeim hefur fjölgað mikið þar á síðustu árum.
Lesa fréttina Vorar í Hrísey
Frá æfingu.

Fyrsta óperusýningin í Hofi

Barokkóperan Dido og Aenaeas eftir Henry Purcell verður flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri sunnudaginn 1. apríl kl. 17. Flytjendur eru kammerkórinn Hymnodia og Barokksveit Hólastiftis undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Allir einsöngvarar í sýningunni koma úr röðum kórfélaga en með aðalhlutverkin fara Helena G. Bjarnadóttir og Michael Jón Clarke. Guðmundur Ólafsson leikstýrir verkinu og Ingibjörg Björnsdóttir semur og stýrir dansatriðum.
Lesa fréttina Fyrsta óperusýningin í Hofi
Afkoman betri en áætlun gerði ráð fyrir

Afkoman betri en áætlun gerði ráð fyrir

Rekstur Akureyrarbæjar gekk heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2011. Sjóðsstreymi var einnig ágætt. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.100 millj.kr. en var neikvæð um 419 millj. kr. eftir fjármagnsliði og skatta.
Lesa fréttina Afkoman betri en áætlun gerði ráð fyrir
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Úthlutun byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Lesa fréttina Úthlutun byggðakvóta
Kristján Karl Kristjánsson í Baldursnesi 2.

Bókamarkaðurinn á Akureyri

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar og verður opnaður klukkan 11 í fyrramálið, miðvikudaginn 28. mars, í Baldursnesi 2 (áður Tækjasport) fyrir norðan Toyota-húsið. Opið verður alla daga til og með 10. apríl, nema föstudaginn langa og páskadag, frá kl. 11 til 18.
Lesa fréttina Bókamarkaðurinn á Akureyri
Allir eru velkomnir!

Mottuboðið 2012

Fimmtudaginn 29. mars nk. stendur Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, að Mottuboði í menningarhúsinu Hofi kl. 20.00. Tilgangur Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Við innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit.
Lesa fréttina Mottuboðið 2012
Margt á döfinni hjá LA

Margt á döfinni hjá LA

Þrjár býsna ólíkar en stórskemmtilegar og vinsælar sýningar verða í gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á næstu vikum og um páskana þegar fjöldi landsmanna leggur leið sína til bæjarins. Þetta eru sjóræningjaleikritið Gulleyjan, Saga þjóðar með Hundi í óskilum og Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki sem sýndur verður skömmu eftir páska.
Lesa fréttina Margt á döfinni hjá LA
Í klóm internetsins

Í klóm internetsins

Á Félagsvísindatorgi við Háskólann á Akureyri verður næstkomandi miðvikudag fjallað um netfíkn íslenskra ungmenna. Háskólinn á Akureyri hefur tekið þátt í Evrópurannsókn á netávana sem mun þegar upp er staðið ná til um 14 þúsund ungmenna í sex Evrópulöndum auk Íslands. Íslenski rannsóknarhópurinn frá HA kynnir niðurstöður sínar og rannsóknaraðferðir.
Lesa fréttina Í klóm internetsins
Guðmundur Heiðar Frímannsson.

Sjálfræði og aldraðir

Þriðja málstofa Öldrunarheimila Akureyrar á 50 ára afmælisári Hlíðar verður haldin í samkomusalnum í Hlíð mánudaginn 26. mars kl. 12.45. Að þessu sinni fjallar Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor við Háskólann á Akureyri um Sjálfræði og aldraða. Hvað er sjálfræði og hvers virði er það? Missir fólk sjálfræðið þegar það eldist og þarf þjónustu?
Lesa fréttina Sjálfræði og aldraðir
Hlíðarfjall - lyfta

Góðir grannar í heimsókn

Núna um helgina kemur hópur Færeyinga í skíðafrí til Akureyrar í beinu flugi. Er þetta þriðja árið í röð sem boðið er upp á slíkar ferðir frá Færeyjum. Uppselt er í ferðina og koma því um 98 farþegar í þetta sinn, sem dvelja hér í 4 daga.
Lesa fréttina Góðir grannar í heimsókn