Sigurvegarinn í Komdu norður leiknum
Dregið var á dögunum í Komdu norður leiknum á Visitakureyri.is þar sem tveggja daga draumaferð til Akureyrar fyrir tvo var í boði. Skráningar í leikinn voru um 2.500 og úr öllum þeim fjölda var dregið nafn Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur í Reykjavík. Í leiknum var spurt um það hversu langt væri liðið frá því Lystigarðurinn á Akureyri var formlega opnaður og rétt svar er 100 ár.
30.03.2012 - 14:57
Almennt
Lestrar 521