Úr vinnustofunni í Gamla skóla.
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti sveitarfélagið sex erlendum listamönnum styrki til að starfa og dveljast í Gamla skóla í
Hrísey þar sem Norðanbál hefur innréttað vinnustofur og gistirými fyrir listafólk. Listamennirnir koma í tveimur hópum og eru
þrjár listakonur að ljúka störfum í eyjunni um þessar mundir. Af því tilefni halda þær sýninguna Reduction eða
Smækkun í Hrísey nú um helgina. Opið verður laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október frá kl. 14-17.
Listakonurnar þrjár, Darr Tha Lei, Chloe Feldman Emison og Romy Rakoczy sýna skúlptúra, teikningar, málverk og innsetningar í Húsi
Hákarla-Jörundar, félagsheimilinu Sæborg og í stórum gámi við útgerðarfélagið Hvamm nærri bryggjunni í
Hrísey.
Ferjan Sævar siglir átta sinnum á dag milli lands og eyju. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hrisey.net.
Allir velkomnir!