Helgina 27. 29. apríl stendur Samband íslenskra skólalúðrasveita í samvinnu við Tónlistarskólann á Akureyri fyrir landsmóti á Akureyri. Um 600 nemendur af öllu landinu hafa tilkynnt þátttöku. Foreldrafélag Blásaranemenda við Tónlistarskólann á Akureyri hefur borið hitann og þungann af öllum undirbúningi á Akureyri.
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri kynnir sýninguna "Þetta vilja börnin sjá!" sem verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14 og stendur til 27. maí nk.
Degi umhverfisins verður fagnað með ýmsu móti á Akureyri í dag en þessi dagur er haldinn hátíðlegur á Íslandi 25. apríl ár hvert samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Góð snjóalög eru nú á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og gott skíðafæri. Veðurspá næstu daga gerir ráð fyrir fremur björtu en svölu veðri og því hefur verið ákveðið að framlengja opnun svæðisins til sunnudagsins 29. apríl.
Það verður mikið um dýrðir þann 5. maí í Hofi þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri flytur lög sem keppt hafa í Evróvisjón frá 1956 til dagsins í dag. Gamla, góða Evróvisjónstemningin mun svo sannarlega ráða ríkjum þegar lifandi sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar ásamt kór, bakröddum og frábærum söngvurum stígur á stokk.
Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra, vinnur um þessar mundir að því að fá um 30.000 manns til að syngja inn á lag sem hann hefur verið að vinna fyrir Fjallabræður. Halldór Gunnar ætlar að taka upp í Hofi laugardaginn 21. apríl kl. 13.
Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu Sjónlistamiðstöðinni í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru kunngjörðar ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um viðurkenningar á sviði menningar, húsverndar, atvinnumála og síðast en ekki síst, hver hlýtur starfslaun listamanns Akureyrar 2012 til 2013.
Ráðstefnan Íslensk þjóðfélagsfræði 2012 verður haldin í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl nk. Í ár verður ráðstefnan haldin í sjötta sinn og mun hún verða tileinkuð 25 ára afmæli háskólans.
Það ríkti sannkölluð hátíðarstemmning á Akureyri í gærkvöld, þegar 37. Andrésar Andar leikarnir á skíðum voru formlega settir eftir glæsilega og fjölmenna skrúðgöngu frá Glerártorgi niður á Ráðhústorg þar sem mótseldurinn var kveiktur. Katrín Kristjánsdóttir skíðakona úr SKA og Íslandsmeistari í stórsvigi setti leikana.
Fimmtudaginn 26. apríl verður dagskrá vorþings Akureyrarakademíunnar endurtekin í boði Fasteigna Akureyrar en þar var fjallað um Guðjón Samúlesson, húsameistara ríkisins, og áhrif hans á bæjarmynd og skipulag Akureyrar. Dagskráin fer fram kl. 16.15 í Brekkuskóla og eru allir velkomnir.