Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Húni II

Sjómannadagurinn á Akureyri

Það styttist í sjómannadaginn en honum verður fagnað á Akureyri frá 1.-3. júní með fjölbreyttri dagskrá í Sandgerðisbót, við Pollinn, í Hofi og á Hömrum útivistarsvæði.
Lesa fréttina Sjómannadagurinn á Akureyri
Grímseyjardagar um helgina

Grímseyjardagar um helgina

Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni um næstu helgi, 1.-3. júní í einstakri veðurblíðu ef spár ganga eftir. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Formlegri dagskrá lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Lesa fréttina Grímseyjardagar um helgina
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Söguganga um miðbæinn

Fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20 verður farin sérstök söguganga um miðbæ Akureyrar í tilefni 150 ára afmælis bæjarins. Þetta er fyrsta gangan af fimm þar sem gengið er undir leiðsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Göngustjórar í sögugöngunni verða Jón Hjaltason sagnfræðingur og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
Lesa fréttina Söguganga um miðbæinn
Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Garðveisla og afmælisboð

Þér er boðið í 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri, garðveislu og afmælisboð á laugardag og sunnudag frá kl. 14-16. Því hvernig fagna söfn afmælum? Jú, með sýningum og afmælishátíð! Andi 1962 verður allsráðandi á Minjasafninu á Akureyri nk. laugardag þegar safnið fagnar 50 ára afmæli sínu. Hinn aldargamli garður safnsins fyllist tónum og fiðringur færist í fæturna. Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akureyri blæs af krafti þangað til Danshljómsveit Snorra Guðvarðar stígur á svið og framkallar tóna frá 1962. Dansað verður um allan garð og verða hinir fótafimu dansarar Vefarans þar í fararbroddi en öllum er að sjálfsögðu frjálst að stíga sporið í garðinum.
Lesa fréttina Garðveisla og afmælisboð
Akstursíþróttasvæðið vígt

Akstursíþróttasvæðið vígt

Nýtt akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg var formlega vígt á sunnudag. Þá var einnig opnað nýtt félagsheimili klúbbsins. Þetta er stór áfangi í sögu félagsins sem og akstursíþrótta á Íslandi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa í áratugi og haldið verður áfram að því að gera svæðið að því besta sinnar tegundar hérlendis.
Lesa fréttina Akstursíþróttasvæðið vígt
Rjúpur sem minjagripir frá Hrísey.

Hrífur, minjagripir og hvannarte

Bjarni Thorarensen, vélvirkjunarmeistari í Hrísey, rekur amboðasmiðjuna Hrísiðn nærri höfninni og framleiðir þar ýmislegt með sínum hætti. Um margra ára skeið hefur hann smíðað hrífur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja en framleiðir einnig minjagripi fyrir Hrísey og nú síðast er hann farinn að vinna lyf, krydd og te úr hvönn. Margar af þeim vélum sem Bjarni notar við framleiðsluna hefur hann hannað og smíðað sjálfur. Nú er í undirbúningi að stækka húsnæði Hrísiðnar til að geta staðið betur að vinnu með hvönnina og einnig er ætlunin að opna litla minjagripasölu.
Lesa fréttina Hrífur, minjagripir og hvannarte
Aðstandendur kvöldanna kenna sig við Gilitrutt.

Ljóðakvöld í Deiglunni

"Orðið núorðið" er yfirskrift ljóðakvölda sem haldin verða á næstunni í Deiglunni en fyrsta ljóðakvöldið verður á hvítasunnudag 27. maí. Fram koma Sveinn Dúa Hjörleifsson, J. Vala Höskuldsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir. Heiðursgestir koma úr Hása Kisa, ljóðaklúbbi frá Fljótsdalshéraði, en hann skipa Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.
Lesa fréttina Ljóðakvöld í Deiglunni
Andlitslyfting á Amtinu

Andlitslyfting á Amtinu

Skipta á um glerið á austurhlið Amtsbókasafnsins, gömlu byggingunni, í sumar. Þessi andlitslyfting hefur í för með sér ýmsar tilfæringar og einhverjar breytingar verða á staðsetningu bóka og gagna. Beðist er velvirðingar á umstanginu næstu vikurnar og gestir safnsins eru hvattir til að leita aðstoðar starfsfólks ef þörf krefur.
Lesa fréttina Andlitslyfting á Amtinu
Vortónleikar Kvennakórsins

Vortónleikar Kvennakórsins

Kvennakór Akureyrar er nú á 11. starfsári og hefur í vetur haldið þrenna tónleika. Fyrstir voru 10 ára afmælistónleikar í nóvember, síðan árlegir tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin og nú fyrir stuttu tónleikar á Siglufirði með Karlakór Akureyrar-Geysi og Karlakór Siglufjarðar. Nú er komið að fjórðu tónleikunum en það eru hinir árlegu vortónleikar sem að þessu sinni verða haldnir í Laugarborg þann 28. maí.
Lesa fréttina Vortónleikar Kvennakórsins
Samstarf í norðurslóðarannsóknum

Samstarf í norðurslóðarannsóknum

Þriðjudaginn 22. maí tók Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, á móti gestum frá Pierre et Marie Curie University (UPMC). Við það tækifæri var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli háskólanna tveggja. Á þessu ári verður unnið að því að skilgreina nánar í hverju samstarfið felst og á hvaða sviðum en líklegt er að sjórinn og norðurslóðir verði þar fyrirferðarmiklar. Gert er ráð fyrir samstarfi í rannsóknarverkefnum og fjármögnun þeirra sem og fræðimanna – og nemendaskiptum.
Lesa fréttina Samstarf í norðurslóðarannsóknum
Frá undirritun samningsins.

Samið um Eina með öllu

Vinir Akureyrar og Akureyrarstofa hafa undirritað samning um framkvæmd og skipulagningu hátíðarinnar „Ein með öllu“ sem haldin er á Akureyri um verslunarmannahelgi og er samningurinn til þriggja ára. Í samningnum eru markmið hátíðarinnar undirstrikuð en þau eru að bjóða bæjarbúum og gestum upp á fjölskylduhátíð sem stendur undir nafni sem slík.
Lesa fréttina Samið um Eina með öllu