Glæsilegt hænsnahús vígt við Hlíð
Gamall draumur rættist í dag þegar hænsnahúsið Höllin var vígt við dvalarheimilið Hlíð. Mikill áhugi hefur verið á húsinu á meðal íbúa Hlíðar og allt að 30 manns á dag fylgst með tilurð þess. Bygging hænsnahússins er í beinu framhaldi af Eden hugmyndafræðinni sem notast hefur verið við á Hlíð í nokkurn tíma þar sem mikil áhersla er lögð á fjölbreytt líf íbúa og að allir þeirra finni eitthvað við sitt hæfi.
01.08.2012 - 15:39
Almennt
Lestrar 545