Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Glæsilegt hænsnahús vígt við Hlíð

Glæsilegt hænsnahús vígt við Hlíð

Gamall draumur rættist í dag þegar hænsnahúsið Höllin var vígt við dvalarheimilið Hlíð. Mikill áhugi hefur verið á húsinu á meðal íbúa Hlíðar og allt að 30 manns á dag fylgst með tilurð þess. Bygging hænsnahússins er í beinu framhaldi af Eden hugmyndafræðinni sem notast hefur verið við á Hlíð í nokkurn tíma þar sem mikil áhersla er lögð á fjölbreytt líf íbúa og að allir þeirra finni eitthvað við sitt hæfi.
Lesa fréttina Glæsilegt hænsnahús vígt við Hlíð
Skáldaganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni

Skáldaganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni

Afmælisgangan að þessu sinni verður tileinkuð einu ástsælasta þjóðskáldi Íslendinga, Matthíasi Jochumssyni. Gengið verður frá Minjasafnskirkjunni þar sem Matthías átti sín fyrstu spor á Akureyri og að Sigurhæðum, en þar bjó Matthías síðustu æviárin. Gísli Sigurgeirsson, sagnaþulur, leiðir gönguna og fræðir göngugesti um skáldið og mannvininn Matthías Jochumsson, en líf hans var samtvinnað sögu Akureyrar.
Lesa fréttina Skáldaganga tileinkuð Matthíasi Jochumssyni
Hljómsveitin Brother Grass.

Tónlistarveisla á Græna hattinum

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá allt árið um kring. Dagskráin um verslunarmannahelgina er einkar glæsileg þar sem fram koma Brother Grass, Hvanndalsbræður, Dúndurfréttir, Hjálmar og Bravó.
Lesa fréttina Tónlistarveisla á Græna hattinum
Skipuleggjendur Grenndargralsins.

Grenndargral fjölskyldunnar

Vafi leikur á tilvist hins heilaga grals Krists en aftur á móti leikur enginn vafi á tilvist Grenndargralsins. Það leynist á vísum stað í heimabyggð og bíður þess að ævintýrarmenn leiti það uppi. Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að finna Grenndargral fjölskyldunnar. Þátttakendur leysa þrjár þrautir á jafnmörgum vikum sem allar tengjast sögu Akureyrar þar sem m.a. morðóðir draugar, skoskt gufuskip og seinheppnar systur koma við sögu. Kapphlaupið nær hámarki þegar þátttakendur fá afhenda lokavísbendingu laugardaginn 25. ágúst sem leiðir þá að gralinu.
Lesa fréttina Grenndargral fjölskyldunnar
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson

Ein með öllu…og við fögnum afmæli!

Akureyringar taka með opnum örmum á móti gestum og gangandi um verslunarhelgina á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu…og við fögnum afmæli! Mikil áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst fimmtudaginn 2. ágúst næstkomandi með útitónleikum N4 og nær hámarki sunnudagskvöldið 5. ágúst með flugeldasýningu af Pollinum og Sparitónleikunum á Samkomuhúsflötinni. Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar munu blöðrur skipa ákveðinn sess á Sparitónleikunum.
Lesa fréttina Ein með öllu…og við fögnum afmæli!
Bókaútgáfa á afmælisári

Bókaútgáfa á afmælisári

Þekktu bæinn þinn nefnist afmælisrit Akureyrarkaupstaðar sem verður 150 ára gamall 29. ágúst næstkomandi. Í stuttum og hnitmiðuðum textum er sagt frá sérkennum afmælisbarnsins og lesandinn leiddur um götur og hverfi bæjarins auk þess sem fjallað er um Grím...
Lesa fréttina Bókaútgáfa á afmælisári
Í loftköstum á land.

Makrílveiðar á Torfunefsbryggju

Nú er mikill handagangur í öskjunni á Torfunefsbryggju. Ungir sem aldnir standa þar þétt saman og moka upp makríl. Svo virðist sem stór ganga sé í Pollinum og sögðu viðmælendur okkar á bryggjunni að gangan væri mun seinna á ferð núna en í fyrra því þá hafi verið hægt að moka upp makríl undir lok maí.
Lesa fréttina Makrílveiðar á Torfunefsbryggju
Götulistahátíðin Hafurtask haldin á Akureyri

Götulistahátíðin Hafurtask haldin á Akureyri

Leikhópurinn Þykista stendur fyrir Götulistahátíðinni Hafurtask 20. - 25. ágúst næstkomandi. Hátíðin er hluti af afmælishátíð Akureyrarbæjar en er þó sjálfstætt verkefni þessa nýja leikhóps sem hefur verið iðinn við frumkvöðlastarf síðan hann var stofnaður árið 2010.
Lesa fréttina Götulistahátíðin Hafurtask haldin á Akureyri
Spítalaganga í tilefni afmælisársins

Spítalaganga í tilefni afmælisársins

Magnús Stefánsson, fyrrverandi yfirlæknir barnadeildar FSA, og Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur á Minjasafninu á Akureyri, munu leiða hina vikulegu afmælisgöngu á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. Að þessu sinni er gangan tileinkuð spítalasögu Akureyrar og gengið verður frá bílastæðinu norðan við núverandi byggingar Sjúkrahúss Akureyrar og að Gamla spítala að Aðalstræti 14. Á leiðinni munu þau Magnús og Hanna Rósa segja þátttakendum frá hinum ýmsu byggingum, þróun á spítalastarfsemi og áhrifaríkum persónum í spítalasögu Akureyrar.
Lesa fréttina Spítalaganga í tilefni afmælisársins
Afmælissýning í Friðbjarnarhúsi

Afmælissýning í Friðbjarnarhúsi

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar stendur nú yfir sýning í Friðbjarnarhúsi á leikföngum frá Leikfangagerð Akureyrar og Leifsleikföngum. Þessi verkstæði voru starfrækt á Akureyri á árunum 1931-1960 og seldu leikföng um allt land. Frumkvöðullinn að Leikfangagerðinni var Skarphéðinn Ásgeirsson, seinna kenndur við Amaro, sem þá var nýútskrifaður smiður. Bróðir Skarphéðins, Baldvin Leifur, tók síðar við framleiðslunni og nefndi hana Leifsleikföng. Öll leikföngin voru framleidd úr tré og úrvalið var mikið. Leifsleikföng hættu framleiðslu árið 1960 í kjölfar aukins innflutnings á leikföngum erlendis frá.
Lesa fréttina Afmælissýning í Friðbjarnarhúsi
Sumarstarf Glerárkirkju

Sumarstarf Glerárkirkju

Æskulýðsfélagið Glerbrot stendur fyrir sumardagskrá í Glerárkirkju í vikunni og er opin öllum krökkum sem fæddir eru á árunum 1996 til 1998. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna sem endar með tjaldútilegu í Þingeyjarsýslu um næstu helgi. Allar nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin Þorsteinsson í síma 864 8451 og á netfanginu petur@glerarkirkja.is. Samherji er sérlegur styrktaraðili sumardagskrár Glerbrots.
Lesa fréttina Sumarstarf Glerárkirkju