Afmæliskort til Akureyrar

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar stendur öllum vinum bæjarins nær og fjær til boða að senda Akureyri póstkort með afmæliskveðju. Tilvalið er að setjast niður og föndra heimagert kort með persónulegri kveðju til höfuðstaðar hins bjarta norðurs.

Í anddyri Amtsbókasafnsins er póstkassi sem fólk getur stungið kortunum í og einnig má senda þau á Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugötu 17, 600 Akureyri. Í lok ársins verður haldin sérstök sýning á afmæliskortunum á Amtsbókasafninu og mun þar án efa kenna ýmissa grasa.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan