Hænsnahöllin við Hlíð.
Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru afhent í Reykjavík í morgun. Fyrstu verðlaun voru veitt fyrir
upplýsingavefinn og þekkingarbrunninn Signwiki en Hænsnahöllin við Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri hlaut aukaverðlaun. Önnur
aukaverðlaun hlaut vefur Reykjavíkurborgar, Betri Reykjavík. Alls voru 62 verkefni tilnefnd til verðlaunanna.
Hænsnahöllin er 10 m² hænsnahús sem er öllum aðgengilegt. Íbúar og starfsfólk Hlíðar hugsa um hænsnin og nýta
eggin. Brit Bieldveldt forstöðumaður Hlíðar sagði í hádegisfréttum RÚV að húsið hefði laðað að stóra og
smáa og fjölgað heimsóknum á Hlíð.