Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Tónlistarskólinn á Akureyri.

Dagur tónlistarskólanna í Hofi

Laugardaginn 3. mars verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika. Tónlistarskólinn á Akureyri hvetur bæjarbúa til að koma og kynna sér hljóðfærin sem kennt er á. Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis er á alla tónleika. Nánari upplýsingar eru á www.tonak.is.
Lesa fréttina Dagur tónlistarskólanna í Hofi
Konur við heyskap. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.

Ég sé Akureyri - atvinnulífið

Fyrsti sjónvarpsþátturinn af tíu sem gerður er í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 18.30 í kvöld og fjallar um atvinnulífið í bænum eins og það var, er og getur orðið. Þáttaröðin verður sýnd síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18.30.
Lesa fréttina Ég sé Akureyri - atvinnulífið
Sigurvegararnir. Mynd: Vikudagur.is.

Vel heppnuð Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri

Vel heppnaðri Atvinnu- og nýsköpunarhelgi lauk í Háskólanum á Akureyri á sunnudag, þegar veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðustu hugmyndirnir. Um 90 þátttakendur mættu til leiks á föstudag, eða 20 fleiri en í fyrra þegar slík vinnuhelgi var haldin í fyrsta sinn og í upphafi voru kynntar 34 hugmyndir. Ekki var unnið með allar hugmyndirnir en dómnefnd voru kynntar 19 hugmyndir sem unnið hafði verið með um helgina.
Lesa fréttina Vel heppnuð Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri
Kristín Lárusdóttir.

Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu

Föstudaginn 2. mars kl. 12 verða Föstudagsfreistingar Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu. Þetta eru hádegistónleikar og er boðið upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas á meðan hlýtt er á tónlist úr ýmsum áttum. Að þessu sinni flytja Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari efnisskrá sína „Klassík – dægurlög – tangó“.
Lesa fréttina Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu
Margrét Guðmundsdóttir.

Síldarstúlka fær málið

Í erindi sínu í dag í AkureyrarAkademíunni kl. 17 ætlar Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur að rjúfa skarð í þann þagnarmúr sem hlaðinn er um sögu verkakvenna. Erindi hennar nefnist "Síldarstúlka fær málið - Hversdagslíf söltunarstúlku á Hjalteyri sumarið 1915." Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar veturinn 2011 til 2012. Allir eru velkomnir - heitt á könnunni.
Lesa fréttina Síldarstúlka fær málið
Sumar á Akureyri.

Ferðafólk frá Slóveníu

Hinn 26. júní nk. lendir Airbus 320 þota á Akureyrarflugvelli með allt að 180 ferðamenn frá Slóveníu á vegum Ferðaskrifstofunnar Nonna. Fólkið mun leggja leið sína um Norðurland og önnur landsvæði næstu 7 dagana áður en það snýr aftur til síns heima 3. júlí. Samstarfsaðilar í Slóveníu eru Adria Airways og ferðaskrifstofur sem hafa selt ferðir til Íslands í mörg ár. Það hefur kostað mikla fyrirhöfn að telja hina erlendu samstrafsaðila á að fljúga til Akureyrar því Reykjavík og Keflavíkurflugvöllur eru flestum efst í huga.
Lesa fréttina Ferðafólk frá Slóveníu
Við Menningarhúsið Hof.

Kynjaverur á kreiki

Það hefur verið skrautlegt um að litast á götum Akureyrar í dag og ýmsar kynjaverur á kreiki. Hæglætisveður með dálítilli ofankomu hefur síst dregið úr ákafa skólakrakka sem arka á milli búða og syngja fyrir nammi. Kötturinn var sleginn úr tunnunni bæði á Glerártorgi og á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið. Söngurinn ómar um stræti og torg og allir eru í sólskinsskapi. Smellið á meðfylgjandi myndir til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.
Lesa fréttina Kynjaverur á kreiki
Bíósýning í Hofi

Bíósýning í Hofi

Bíó Paradís í samstarfi við KvikYndi (Kvikmyndaklúbb Akureyrar) sýnir kvikmyndir á breiðtjaldi í bestu mögulegu hljómgæðum og færa þannig andrúmsloft kvikmyndanna í Hof. Í kvöld, 22. febrúar kl. 20, verður kvikmyndin Superclásico (Erkifjendur) sýnd en þessi eldfjöruga rómantíska kómedía frá leikstjóra Flammen og Citronen sló rækilega í gegn í Danmörku fyrr á árinu og var nýlega valin framlag Danmerkur til Óskarsverðlaunanna.
Lesa fréttina Bíósýning í Hofi
Öskudagskrakkar í Hofi 2011.

Öskudagurinn á Akureyri

Löng hefð er fyrir því á Akureyri að krakkar komi saman og slái köttinn úr tunnunni á öskudaginn. Það verður annars vegar gert á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið kl. 10.30 og hins vegar á Glerártorgi kl. 13.30. Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar ætla Norðurorka og Leikfélag Akureyrar að leiða saman hesta sína og bjóða krökkum í kattarslag á leikhúsflötinni kl. 10.30. Liðin sem slá tunnuna í sundur og slá köttinn úr henni fá hvort um sig fjóra miða á Gulleyjuna og sá sem vinnur búningasamkeppnina fær tvo miða á Gulleyjuna. Í Samkomuhúsinu verður síðan tekið vel á móti öllum syngjandi kátum sjóræningjum og landkröbbum. Krökkum verður boðið upp á svið til að syngja Öskudagssöngva og samkeppni verður um flottasta búninginn.
Lesa fréttina Öskudagurinn á Akureyri
Andrés Magnússon með afmælistertuna.

Afmælisterta Akureyrar

Í morgun kynnti bakarameistarinn Andrés Magnússon í Bakaríinu við brúna til sögunnar afmælistertu Akureyrar, skreytta með afmælismerkinu en tertan verður á boðstólum í bakaríinu út árið og jafnvel lengur. Afmælisnefndin fékk við þetta tækifæri að bragða á tertunni og taldi hana afar ljúffenga og einkar saðsama. Bakaríið við brúna er fyrsta fyrirtækið á Akureyri sem nýtir sér 150 ára afmælismerkið á framleiðslu sína en eflaust munu fleiri fylgja í kjölfarið.
Lesa fréttina Afmælisterta Akureyrar
Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri helgina 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er haldinn er í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að helginni standa Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn.
Lesa fréttina Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri