Á næstkomandi miðvikudag, 31. október, verður endapunkti Bleika mánaðarins og Dömulegra dekurdaga náð. Af því tilefni verður
dagskrá á Icelandair Hótel Akureyri kl. 20.00-22.00 þar sem Dóróthea Jónsdóttir mun lesa úr bók sinni Bleikur barmur, séra
Hildur Eir Bolladóttir flytja hugvekju og Mareka kvartettinn syngja nokkur lög. Einnig verður flutt atriði úr gamanleiknum Ég var einu sinni frægur þar
sem stórleikararnir Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson taka höndum saman. Síðast en ekki síst verður afhentur
styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis frá Dömulegum dekurdögum.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 sem rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Aðeins hundrað miðar eru í boði sem
þýðir að fyrstar koma, fyrstar fá! Miðasala er hafin í afgreiðslu Icelandair Hótel Akureyri.