Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Listamaðurinn er ein af myndum hátíðarinnar.

Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri

Alliance française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið kynna Franska kvikmyndahátíð sem verður haldin í 12. sinn dagana 27. janúar til 9. febrúar í Háskólabíói í Reykjavík og 17. til 20. febrúar í Borgarbíói á Akureyri.
Lesa fréttina Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri
Þórarinn Stefánsson.

Föstudagsfreistingar með Þórarni

Föstudaginn 3. febrúar kl. 12 verður boðið upp á föstudagsfreistingar með Þórarni Stefánssyni í Ketilhúsinu. Um er að ræða hádegistónleika þar sem boðið er upp á súpu, brauð og kaffi frá Goya Tapas gegn vægu gjaldi á meðan hlýtt er á Þórarinn leika píanóverk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Kolbein Bjarnason.
Lesa fréttina Föstudagsfreistingar með Þórarni
Hrafn með skólakrökkum í Grímsey.

Skákdagurinn í Grímsey

Skákdagur Íslands var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Grímsey á fimmtudag í síðustu viku á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar en Grímsey var löngum eitt höfuðvígi skálistarinnar á Íslandi. Í tilefni dagsins kom Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður í heimsókn til eyjarinnar og varði fyrri hluta dags með skólabörnum við að tefla og fræða um skákina.
Lesa fréttina Skákdagurinn í Grímsey
Víkingur Heiðar Ólafsson.

Einleikstónleikar Víkings Heiðars

Einleikstónleikar píanóvirtúósins Víkings Heiðars Ólafssonar verða haldnir í aðalsal Hofs, Hamraborg, sunnudaginn 5. febrúar kl. 15. Á tónleikunum frumflytur Víkingur Heiðar sex píanólög eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Einnig flytur hann úrval glæsilegra einleiksverka og eigin útsetningar á íslenskum sönglögum eftir Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri höfunda.
Lesa fréttina Einleikstónleikar Víkings Heiðars
Drottningarbrautarreiturinn.

Kynningarfundur um Drottningarbrautarreit

Kynningarfundur vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17 í bæjarstjórnarsal Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Kaupvangsstræti, Drottningarbraut, Austurbrú og Hafnarstræti. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagið en frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út 7. febrúar næstkomandi.
Lesa fréttina Kynningarfundur um Drottningarbrautarreit
Auglýsing frá Sjónlistamiðstöðinni.

Stærsta samsýning allra tíma?

Sjónlistamiðstöðin á Akureyri stendur fyrir sýningunni "Hér, þar og allsstaðar" næsta sumar í tengslum við 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Um er að ræða samsýningu fjölda listamanna sem verður haldin út um allan bæ, nema ekki í húsakynnum Sjónlistamiðstöðvarinnar; Listasafninu, Ketilhúsi og Deiglunni.
Lesa fréttina Stærsta samsýning allra tíma?
Sjallinn á Akureyri.

Ekkert Dirty Night á Akureyri

Undanfarið hefur birst á samfélagsmiðlinum Facebook auglýsing frá agent.is um Dirty Night sem halda átti í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar nk. Akureyrarbær, rekstraraðilar Sjallans og agent.is komust í gær að samkomulagi um að Sjallinn aflýsi þessum viðburði þar sem hann stríðir mjög gegn jafnréttisstefnu bæjarins þar sem m.a. er lögð áhersla á að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum.
Lesa fréttina Ekkert Dirty Night á Akureyri
Öldrunarheimilið Hlíð.

Hlíð 50 ára

Líkt og Akureyrarkaupstaður, Lystigarðurinn, Minjasafnið og Háskólinn á Akureyri, á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð á stórafmæli á þessu ári. Heimilið var vígt á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 29. ágúst 1962 og er því 50 ára. Af því tilefni verður haldin málstofa síðasta mánudag hvers mánaðar kl. 12.15-12.45 í samkomusalnum í Hlíð. Fengnir verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum til þess að fjalla um athyglisverð málefni sem varða efri árin.
Lesa fréttina Hlíð 50 ára
Davíð Stefánsson.

Afmæli skáldsins frá Fagraskógi

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt ástsælasta skáld Íslendinga. Hann gaf út fyrstu ljóðabókina, Svartar fjaðrir, árið 1919. Hún flaug beint inn að hjarta þjóðarsálarinnar þar sem hin tilfinningaþrungnu, myndrænu en ekki síst persónulegu ljóð slógu í takt við tíðarandann. Svartar fjaðrir hafa verið gefnar út 13 sinnum síðast árið 2011. Davíð lét ekki þar við sitja.
Lesa fréttina Afmæli skáldsins frá Fagraskógi
Bryndís Rún. Mynd: Vikudagur.is.

Bryndís Rún er íþróttamaður ársins

Sundkonan Bryndís Rún Hansen var í gær kjörin íþróttamaður ársins á Akureyri árið 2011 í hófi sem fram fór á Hótel KEA. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Bryndís verður fyrir valinu. Í öðru sæti varð handknattleikskappinn Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, og í þriðja sæti Helga Hansdóttir júdókona hjá KA.
Lesa fréttina Bryndís Rún er íþróttamaður ársins
Akureyri með besta vefinn

Akureyri með besta vefinn

Í dag voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga og hlaut Akureyri viðurkenningu fyrir að eiga besta sveitarfélagavefinn, www.akureyri.is. Vefur Tryggingastofnunar ríkisins var kjörinn besti ríkisvefurinn. Í umsögn dómnefndar um vef Akureyrarbæjar segir að aðgengi upplýsinga sé til fyrirmyndar. Forsíða gefi gott yfirlit um innihald hans og uppsetning sé skýr og skilmerkileg. Leitarniðurstöður séu sérlega skipulega framsettar.
Lesa fréttina Akureyri með besta vefinn