Vetri fagnað

Mynd: Gísli Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri.
Mynd: Gísli Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri.

Fyrsta degi vetrar verður fagnað á Minjasafninu á morgun, laugardag, kl. 14.00-16.00. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu sem og um króka og kima  safnsins. Þar gefst áhugasömum gestum tækifæri til að kynnast arkitektúr hússins og fyrrverandi íbúum þess. Stúlknakór Akureyrarkirkju mun syngja vel valin lög og boðið verður upp á gamaldags nammi úr kramarhúsi. 

Þar sem kosningar eru nýafstaðnar og fólk í æfingu verður hægt að kjósa um bestu myndir sýningarinnar Manstu – Akureyri í myndum. Stigahæstu myndirnar verða merktar sérstaklega og kynntar á heimasíðu safnsins. 

Stoðvinir Minjasafnsins standa fyrir örsýningu um þróun símtækja sem mun án efa vekja kátínu á meðal yngstu kynslóðarinnar og gefa tilefni til að rifja upp þá tíma þar sem símar, internet og farsímar voru ekki til. 

Dagskráin er í boði Stoðvina Minjasafnsins og í tilefni dagsins verður enginn aðgangseyrir inn á safnið. 

Heimasíða Minjasafnsins á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan