Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá Aðalfundinum föstudaginn 22. mars.

Norðurorka hagnast um 710 milljónir

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn föstudaginn 22. mars í Menningarhúsinu Hofi og var dagskrá í samræmi við samþykktir félagsins. Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2012. Ársvelta samstæðunnar var rúmlega 2,7 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 710 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 5,8 milljarðar króna.
Lesa fréttina Norðurorka hagnast um 710 milljónir
Sjónvarpsfólkið í kaffipásu í Grímsey.

Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey

Í síðustu viku var sjónvarpsfólk frá þýsku ríkissjónvarpsstöðinni ARD statt í Grímsey við tökur á heimildaþætti um þorp og bæi við heimskautsbaug. Auk þess að taka upp efni í Grímsey er förinni heitið til Rússlands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Grænlands. Þættirnir munu fræða áhorfendur um sögu, vísindi, landslag og lifnaðar- og atvinnuhætti staðanna.
Lesa fréttina Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey
Valdimar.

Páskar á Græna hattinum

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Það sama verður uppi á teningnum alla páskana þar sem haldnir verða tónleikar öll kvöld. En um helgina verður það hljómsveitin Valdimar sem leggur Græna hattinn undir sig og heldur þar tvenna tónleika, þá fyrri í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22.00 og hina seinni annað kvöld kl. 22.00. Hljómsveitin gaf út plötuna Um stund fyrir síðustu jól sem hlaut góðar viðtökur bæði gagnrýnenda sem og plötukaupenda.
Lesa fréttina Páskar á Græna hattinum
Kiwanisklúbburinn Grímur.

Mottumars í Grímsey

Mikil stemning hefur ríkt í Grímsey í marsmánuði þar sem karlmenn eyjarinnar hafa keppst við að safna yfirvaraskeggi í tilefni af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins. Kiwanisklúbburinn Grímur tekur þátt í átakinu annað árið í röð og inn á vefsíðu átaksins, mottumars.is, má sjá árangur kappanna. Klúbburinn heitir eftir Grími nokkrum sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni. Auk þeirra félaga eru 14 einstaklingar skráðir til leiks í Grímsey og því mikil gróska í skeggsöfnun þeirra Grímseyinga.
Lesa fréttina Mottumars í Grímsey
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Snjósöfnun fyrir páskana

Nokkur snjókoma var á Akureyri í nótt og er spáð ennþá meiri ofankomu í kvöld og nótt. Næstu daga er spáð köldu veðri og ef til vill einhverjum éljagangi en ekki miklum vindi. Það má því segja að nú sé verið að safna snjó á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fyrir páskana og einnig er allt útlit fyrir að næsta helgi verið skíðafólki afar góð.
Lesa fréttina Snjósöfnun fyrir páskana

Málþing um mannréttindamál í Samkomuhúsinu

Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi á næstkomandi fimmtudag kl. 20.30 um mannréttindamál. Málþingið ber yfirskriftina „Hver er kaktusinn í okkar samfélagi“ og er haldið í kjölfarið á sýningunni “Kaktusinn” sem nú er á fjölum Samkomuhússins. Þátttakendur málþingsins eru lögfræðingarnir Katrín Oddsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ásamt Evu Maríu Ingvadóttur. Almennur félagsfundur LA verður haldinn á undan málþinginu og hefst kl. 19:30 en þar verður leikárið 2013-14 kynnt fyrir félagsmönnum.
Lesa fréttina Málþing um mannréttindamál í Samkomuhúsinu
Lautin í Brekkugötu.

Þjálfun í að koma fram og tala

POWERtalk samtökin eru alþjóðleg samtök sem þjálfa fólk í að koma fram og koma fyrir sig orði opinberlega. Nú stendur til að endurvekja starf samtakanna á Akureyri og bjóða markvissa þjálfun í ræðumennsku og fundarstjórn svo fátt eitt sé nefnt. Þetta gagnast öllum þeim sem vilja koma skoðun sinni á framfæri. POWERtalk eru mannræktarsamtök þar sem allir geta fengið þjálfun á eigin forsendum og á þeim hraða sem þeir kjósa.
Lesa fréttina Þjálfun í að koma fram og tala
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Akureyrarvaka 2013

Í dag undirrituðu Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri samning um að sá síðarnefndi hafi verkstjórn á Akureyrarvöku 2013 í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Hátíðin verður sem fyrr haldin síðustu helgina í ágúst eða sem næst afmæli bæjarins sem er 29. ágúst.
Lesa fréttina Akureyrarvaka 2013
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013 fer fram á Akureyri helgina 5. til 7. apríl. Tilgangurinn er að hjálpa einstaklingum eða fyrirtækjum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og á framfæri við rétta aðila. Fjölmörg fyrirtæki og aðilar af svæðinu styðja rausnarlega við viðburðinn í samstarfi við Akureyrarstofu en Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sér um framkvæmdina í samvinnu við Landsbankann.
Lesa fréttina Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2013
Mynd: Auðunn Níelsson.

Eitt kort, fimm svæði

Helgin framundan er svokölluð skiptihelgi hjá skíðasvæðunum á Norðurlandi. Það þýðir að á laugardag og sunnudag geta þeir sem eiga vetrarkort á einu af samstarfssvæðunum, fengið dagskort á fjórum öðrum svæðum gegn framvísun kortsins. Er þetta liður í að auka samstarf skíðasvæðanna á Norðurlandi.
Lesa fréttina Eitt kort, fimm svæði
Café Björk í Lystigarðinum.

Café Björk hlaut Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaun DV voru afhent í 34. sinn í Iðnó í Reykjavík í dag. Verðlaunin voru veitt í 9 flokkum, þar á meðal fyrir arkitektúr og hlaut akritektastofan Kollgáta á Akureyri verðlaun fyrir kaffihúsið í Lystigarðinum, Café Björk, en verkkaupi var Akureyrarbær. Dómnefnd skipuðu Helgi Steinar Helgason arkitekt FAÍ formaður, Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt FAÍ og Baldur Ólafur Svavarsson arkitekt FAÍ.
Lesa fréttina Café Björk hlaut Menningarverðlaun DV