Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Ljósin tendruð á jólatrénu

Laugardaginn 30. nóvember klukkan 16 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en það er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.
Lesa fréttina Ljósin tendruð á jólatrénu
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Raki og mygla í byggingum

Mikið fjölmenni sótti málþing um myglu og rakaskemmdir í byggingum sem haldið var á Akureyri á dögunum. Flutt voru mörg fróðleg erindi miklar umræður sköpuðust í pallborðsumræðum.
Lesa fréttina Raki og mygla í byggingum
Skipulag miðbæjarins

Skipulag miðbæjarins

Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins á Akureyri verður haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 17-19 mánudaginn 2. desember 2013. Hönnuðir skipulagsins, Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., kynna drögin. Á fundinum verða fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri til svara auk hönnuða.
Lesa fréttina Skipulag miðbæjarins
Jólamarkaðurinn í Skógarlundi

Jólamarkaðurinn í Skógarlundi

Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn föstudaginn 29. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 30. nóvember frá kl. 10-16. Þar verður til sölu ýmis skemmtilegur varningur sem unninn er af notendum þjónustunnar í Skógarlundi.
Lesa fréttina Jólamarkaðurinn í Skógarlundi
Mynd: Auðunn Níelsson.

Umhverfisátaki fram haldið

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012 var ákveðið í bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014.
Lesa fréttina Umhverfisátaki fram haldið
Frá vinstri: Borgný Finnsdóttir, Kristófer Páll Viðarsson, Agnes Ársælsdóttir og Borgný Finnsdóttir.…

UNG SKÁLD AK 2013

Agnes Ársælsdóttir er sigurvegari í ritlistarsamkeppninni UNG SKÁLD AK 2013 en tilgangurinn með keppninni er að hvetja ungt fólk til skrifta og að skapa ungskáldum á aldrinum 16-25 ára vettvang fyrir verk sín. Alls bárust 39 verk í samkeppnina.
Lesa fréttina UNG SKÁLD AK 2013
Daniele Basini.

Gítartónleikar í Akureyrarkirkju

Ítalinn Daniele Basini kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og á fimmtudagskvöld kl. 20.30 heldur hann gítartónleika í Akureyrarkirkju. Daniele lærði gítarleik í Róm og hefur haldið tónleika einn eða með öðrum á Ítalíu og í Noregi.
Lesa fréttina Gítartónleikar í Akureyrarkirkju
Magnús Ólason og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Vinir Akureyringa í Curitiba

Í síðustu viku tók Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, á móti góðum gjöfum og skjölum frá borgarráði Curitiba í Brasilíu. Magnús Ólason afhenti bæjarstjóra gjafirnar en Magnús er búsettur í Curitiba og var fulltrúi Akureyrarbæjar við athöfn í byrjun október þegar borgarráð Curitiba afgreiddi með formlegum hætti ákvörðun sína um vinabæjartengsl við Akureyri.
Lesa fréttina Vinir Akureyringa í Curitiba
Mynd: Vikudagur.

Unnu til verðlauna

Þrír ungir kvikmyndgerðarmenn frá Akureyri unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vesterålen í Noregi. Þeir Þorsteinn Kristjánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær Sigurðsson mættu með framlagið "Þórgnýr" og sigruðu þeir í flokknum 14–16 ára, en í þeim flokki voru 28 aðrar kvikmyndir.
Lesa fréttina Unnu til verðlauna
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Ljósaganga gegn ofbeldi í dag

Í dag, mánudaginn 25. nóvember, kl. 17 verður farin ljósaganga frá Akureyrarkirkju að Ráðhústorgi. Gangan er í tilefni 16 daga átaks gegn ofbeldi og eru foreldrar hvattir til að mæta ásamt börnum sínum og ganga gegn ofbeldi.
Lesa fréttina Ljósaganga gegn ofbeldi í dag
Húni II.

Söng- og sögukvöld í Húna II

Í kvöld, mánudagskvölið 25. nóvember kl. 20, verður haldið sérstakt söng- og sögukvöld um borð í Húna II við Torfunefsbryggju. Kristján Pétur Sigurðsson tónlistamaður og lífskúnstner skemmtir en einnig koma fram Jónas Jóhannsson, Kristján frá Gilhaga og karlakórsmenn sem leiða fjöldasöng. Allir eru velkomnir.
Lesa fréttina Söng- og sögukvöld í Húna II