Mikið fjölmenni sótti málþing um myglu og rakaskemmdir í byggingum sem haldið var á Akureyri á dögunum. Flutt voru mörg fróðleg erindi miklar umræður sköpuðust í pallborðsumræðum.
Opinn íbúafundur um drög að nýju skipulag miðbæjarins á Akureyri verður haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi kl. 17-19 mánudaginn 2. desember 2013. Hönnuðir skipulagsins, Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf., kynna drögin. Á fundinum verða fulltrúar skipulagsnefndar og skipulagsstjóri til svara auk hönnuða.
Árlegur jólamarkaður miðstöðvar virkni og hæfingar við Skógarlund verður haldinn föstudaginn 29. nóvember frá kl. 13-15.30 og laugardaginn 30. nóvember frá kl. 10-16. Þar verður til sölu ýmis skemmtilegur varningur sem unninn er af notendum þjónustunnar í Skógarlundi.
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar 2012 var ákveðið í bæjarstjórn Akureyrar að verja allt að hálfum milljarði í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014.
Agnes Ársælsdóttir er sigurvegari í ritlistarsamkeppninni UNG SKÁLD AK 2013 en tilgangurinn með keppninni er að hvetja ungt fólk til skrifta og að skapa ungskáldum á aldrinum 16-25 ára vettvang fyrir verk sín. Alls bárust 39 verk í samkeppnina.
Ítalinn Daniele Basini kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og á fimmtudagskvöld kl. 20.30 heldur hann gítartónleika í Akureyrarkirkju. Daniele lærði gítarleik í Róm og hefur haldið tónleika einn eða með öðrum á Ítalíu og í Noregi.
Í síðustu viku tók Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, á móti góðum gjöfum og skjölum frá borgarráði Curitiba í Brasilíu. Magnús Ólason afhenti bæjarstjóra gjafirnar en Magnús er búsettur í Curitiba og var fulltrúi Akureyrarbæjar við athöfn í byrjun október þegar borgarráð Curitiba afgreiddi með formlegum hætti ákvörðun sína um vinabæjartengsl við Akureyri.
Þrír ungir kvikmyndgerðarmenn frá Akureyri unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vesterålen í Noregi. Þeir Þorsteinn Kristjánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær Sigurðsson mættu með framlagið "Þórgnýr" og sigruðu þeir í flokknum 1416 ára, en í þeim flokki voru 28 aðrar kvikmyndir.
Í dag, mánudaginn 25. nóvember, kl. 17 verður farin ljósaganga frá Akureyrarkirkju að Ráðhústorgi. Gangan er í tilefni 16 daga átaks gegn ofbeldi og eru foreldrar hvattir til að mæta ásamt börnum sínum og ganga gegn ofbeldi.
Í kvöld, mánudagskvölið 25. nóvember kl. 20, verður haldið sérstakt söng- og sögukvöld um borð í Húna II við Torfunefsbryggju. Kristján Pétur Sigurðsson tónlistamaður og lífskúnstner skemmtir en einnig koma fram Jónas Jóhannsson, Kristján frá Gilhaga og karlakórsmenn sem leiða fjöldasöng. Allir eru velkomnir.