Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Ánægðir útlendingar

Meirihluti útlendinga á Akureyri er ánægður með veru sína í bænum. Þeir sem koma frá löndum utan Evrópu eru ánægðastir en minnst er ánægjan meðal fólks frá Austur-Evrópu. Þá eru erlendar konur almennt með meiri menntun en karlar og duglegri við að tileinka sér íslenskuna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn þeirra Kjartans Ólafssonar lektors og Markusar Meckl prófessors við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Lesa fréttina Ánægðir útlendingar
Verk eftir Guðbjörgu Ringsted.

Mandala / Munstur

Síðasta sýningaropnun ársins í Sjónlistamiðstöðinni verður laugardaginn 2. nóvember kl. 15 þegar Guðbjörg Ringsted og Rannveig Helgadóttir opna sýninguna Mandala / Munstur í Ketilhúsinu.
Lesa fréttina Mandala / Munstur
Mynd: Auðunn Níelsson.

Vetrarbrautin opnuð

Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli, hin svokallaða Vetrarbraut, verður formlega opnuð seinnipartinn í dag. Bæjarbúar urðu vitni að því í gærkvöldi að flóðljósin við brautina voru tendruð en þá var verið að birtustilla kastarana og kanna aðstæður. Spáð er éljagangi en Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, telur engar líkur á að veður spilli útiveru og ánægju gönguskíðafólks.
Lesa fréttina Vetrarbrautin opnuð
Halldóra Eydís Jónsdóttir.

Náttúruvænir hátískuskór

Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður heldur fyrirlestur í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri föstudaginn 1. nóvember kl. 15. Halldóra Eydís er fædd og uppalin í náttúruperlunni Mývatnssveit. Hún lærði myndlist og hönnun í VMA áður en hún hélt til London í skóhönnunarnám.
Lesa fréttina Náttúruvænir hátískuskór
Fjölbragðatónleikar Hymnodiu

Fjölbragðatónleikar Hymnodiu

Uppátækjum Hymnodiu eru engin takmörk sett. Nú fer kórinn um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur með fjölbragðadagskrá, syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Jóðlandi sálfræðingurinn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram.
Lesa fréttina Fjölbragðatónleikar Hymnodiu
Þrettán nemendanna ásamt Hlyni Hallssyni lengst til hægri.

Fjórtán sinnum fjölfeldi

Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula í Listagilinu. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvað eina.
Lesa fréttina Fjórtán sinnum fjölfeldi
Viðurkenningarhafar ásamt forseta Íslands og Kristjáni Ottóssyni, framkvæmdastjóra Lagnafélags Íslan…

Lofsvert lagnaverk í Hofi

Lagnafélag Íslands veitti Menningarhúsinu Hofi, hönnuðum og iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu þess, viðurkenningar fyrir "Lofsvert lagnaverk" árið 2012. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Hofi í gær.
Lesa fréttina Lofsvert lagnaverk í Hofi
Kristín Halldórsdóttir.

Breytingarnar kostuðu milljarð

Ný ostalína MS á Akureyri verður vígð í dag. Undirbúningur fyrir kaup á nýrri vinnslulínu og breytingar á húsnæði hófst fyrir rösku ári. Með nýju línunni aukast afköstin til muna. Kristín Halldórsdóttir mjólkurbússtjóri segir um að ræða gríðarstórt framfaraskref í ostagerð hjá fyrirtækinu. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um einn milljarður króna.
Lesa fréttina Breytingarnar kostuðu milljarð
Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir afhenda Friðriki Vagni Guðjónssyni lækni styrkinn sem hann ve…

Styrktu Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk í gærkvöldi afhentan 900 þúsund króna styrk frá aðstandendum Dömulegra dekurdaga. Dömulegir dekurdagar eru árlegur viðburður sem haldinn er um miðjan október og í fyrra hófst samstarf við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sem felst í því að skipuleggjendur framleiða handþrykkta taupoka sem seldir eru til styrktar félaginu.
Lesa fréttina Styrktu Krabbameinsfélagið
Síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi

Næst helgi er síðasta helgi sýningarinnar September / Elska ég mig samt? í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta er samsýning þriggja listamanna, þeirra Bjarna Sigurbjörnssonar, Jóns Óskars og Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Opið er frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.
Lesa fréttina Síðasta sýningarhelgi
Auglýsing fyrir Evrópska kvikmyndadaga á Akureyri.

Evrópskir kvikmyndadagar

Evrópskir kvikmyndadagar verða nú haldnir í annað sinn á Akureyri og hefjast 24. október. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís. Þrjár myndanna eru með enskum texta en opnunarmyndin er með íslenskum texta. Ókeypis aðgangur er að öllum sýningunum á meðan húsrúm leyfir en hver mynd er aðeins sýnd einu sinni.
Lesa fréttina Evrópskir kvikmyndadagar