Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Gamli bærinn í Laufási.

Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardagin 1. júní kl. 9 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl. 14 til 16 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta kemur með hesta og teymir undir ungum gestum á flötinni. Ungir sem aldnir geta svo sest niður eftir góðan dag í Kaffi Laufási með þjóðlegt bakkelsi og yndislegt útsýni yfir fjörðinn.
Lesa fréttina Sumaropnun í Gamla bænum Laufási
Sjávarfang, bjargsig og lundar

Sjávarfang, bjargsig og lundar

Árlegir Grímseyjardagar verða haldnir um næstu helgi, 31. maí til 2. júní. Þá gera Grímseyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr hafinu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna og skoða sig þar um. Nú er fuglalífið í miklum blóma og auðvelt að skoða svartfuglinn, m.a. lunda, langvíu og álku, og sólin vermir tún og klappir nánast allan sólarhringinn enda nálgast óðfluga bjartasti tími ársins.
Lesa fréttina Sjávarfang, bjargsig og lundar
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Sjómannadagshelgin á Akureyri

Sjómannadeginum verður fagnað á Akureyri um næstu helgi með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá á Pollinum og um allan bæ. Meðal dagskrárliða er rennblautur koddaslagur, spennandi kappróður, fjölskylduskemmtun að Hömrum, skútusiglingar og margt, margt fleira. Kynntu þér dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Akureyri.
Lesa fréttina Sjómannadagshelgin á Akureyri
Hymnodia setur heimsmet

Hymnodia setur heimsmet

Í tilefni tíu ára afmælis kórsins Hymnodiu hyggjast söngvararnir setja heimsmet, "eyfirskt heimsmet" í það minnsta, með því að halda tíu tónleika á tíu klukkustundum í tíu kirkjum laugardaginn 1. júní. Ekki hafa fundist heimildir um að þetta hafi verið gert áður hér á landi og þótt víðar væri leitað.
Lesa fréttina Hymnodia setur heimsmet
Sundlaugin í Grímsey.

Framkvæmdir í Grímsey

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Grímsey, bæði við sundlaugina og hafnarsvæðið. Í fyrra komu í ljós miklar skemmdir við sundlaugarbygginguna og í maí hófust því framkvæmdir við að endurnýja allt burðarvirki og klæðningar innan sem utan. Vonast er til að viðgerðum ljúki í byrjun júlí. Sundlaugin er Grímseyingum mikilvæg. Hún er opin fjóra daga í viku. Þetta er 12,6 x 6 metra innanhúslaug því hita þarf upp alt vatn í eyjunni. Einnig eru í húsinu heitur pottur, snyrtingar og sturtur.
Lesa fréttina Framkvæmdir í Grímsey
Mynd af heimasíðu Norðurorku.

Heitavatnslaust í Miðbæ og Innbæ

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum á Akureyri þarf að taka heita vatnið af þegar í stað, en ekki á morgun eins og til stóð. Lögn gaf sig með þeim afleiðingum að sjóðheitt vatn fór að renna um vinnusvæðið og því ekki um annað að gera en loka fyrir vatnið.
Lesa fréttina Heitavatnslaust í Miðbæ og Innbæ
Strætó keyrir ekki um Kaupvangsstræti

Strætó keyrir ekki um Kaupvangsstræti

Um miðjan dag á morgun, föstudaginn 24. maí, hefjast starfsmenn Norðurorku handa við að skipta um götubrunna í Gilinu (Kaupvangsstræti) og Skipagötu á Akureyri. Þar af leiðandi geta Strætisvagnar Akureyrar ekki ekið um Gilið upp á Brekku og verður í staðinn ekið um Glerárgötu og upp Þórunnarstræti. Akstursleiðir 2 og 4 munu því breytast að þessu leyti. Reiknað er með að Gilið verði lokað í nokkra daga og jafnvel fram á fimmtudag í næstu viku.
Lesa fréttina Strætó keyrir ekki um Kaupvangsstræti
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Vorhátíð Lundarsels

Vorhátíð leikskólans Lundarsels var haldin í dag, föstudaginn 24. maí, í mildu veðri og hressandi rigningu. Elsti árgangur leikskólans var brautskráður, SMT-fána var flaggað í tilefni þess að Lundarsel er nú sjálfstæður SMT-skóli og yngri deildirnar buðu áhorfendum upp á skemmtiatriði af sviði á skólalóðinni. Loks voru grillaðar pylsur í tilefni dagsins.
Lesa fréttina Vorhátíð Lundarsels
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Hallalaus rekstur, Jethro Tull og 3.000 listamenn

Menningarhúsið Hof á Akureyri lýkur sínu þriðja starfsári í júní með glæsilegum tónleikum bresku rokkhljómsveitarinnar Jethro Tull og hljómsveitarmeðlimir bætast þar með í hóp þeirra nær þrjú þúsund listamanna úr öllum listgreinum sem komið hafa fram í Hofi í vetur. Framkvæmdastjóri Hofs fagnar frábærri aðsókn þriðja árið í röð og hallalausum rekstri sem fyrr. Hún segir þó enn sóknarfæri í starfseminni, meðal annars í ráðstefnu- og fundahaldi, sem mikilvægt sé að nýta enda er líklegt að það smiti út frá sér og hafi töluverð áhrif á samfélagið allt.
Lesa fréttina Hallalaus rekstur, Jethro Tull og 3.000 listamenn
Mynd: Baldur Dýrfjörð.

Hreinsunarátak starfafólks Norðurorku

Ljóst er að eftir langan og strangan vetur bíða mörg verkefni við að gera bæinn okkar og umhverfið fallegt og hreint fyrir komandi sumar. Það er því ekki skrýtið að sú hugmynd kviknaði hjá starfsfólki Norðurorku að sameiginlega gætum við lagt þar nokkuð af mörkum.
Lesa fréttina Hreinsunarátak starfafólks Norðurorku
Mynd: Karl Eskil.

Stórfelld uppbygging á Dysnesi á teikniborðinu

Í dag var stofnað félagið Dysnes þróunarfélag ehf. til uppbyggingar, markaðsstarfs og kynningar á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðarhafnarsvæði vegna þjónustu við námu- og olíuvinnslu fyrir norðan Ísland. Að félaginu standa Eimskip, Mannvit, Slippurinn, Hafnarsamlag Norðurlands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og mun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson veita því forstöðu.
Lesa fréttina Stórfelld uppbygging á Dysnesi á teikniborðinu