Málþing um mannréttindamál í Samkomuhúsinu

"Kaktusinn" er á fjölum Samkomuhússins.

Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi á næstkomandi fimmtudag kl. 20.30 um mannréttindamál. Málþingið ber yfirskriftina „Hver er kaktusinn í okkar samfélagi“ og er haldið í kjölfarið á sýningunni “Kaktusinn” sem nú er á fjölum Samkomuhússins. Þátttakendur málþingsins eru lögfræðingarnir Katrín Oddsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ásamt Evu Maríu Ingvadóttur. Almennur félagsfundur LA verður haldinn á undan málþinginu og hefst kl. 19:30 en þar verður leikárið 2013-14 kynnt fyrir félagsmönnum. 

Das Leben der Anderen sýnd í Samkomuhúsinu

Í dag, þriðjudaginn 19. mars, kl. 20:00 sýnir KvikYndi, kvikmyndaklúbbur Akureyrar þýsku verðlaunamyndina Das Leben der Anderen frá árinu 2006 í Samkomuhúsinu en sú mynd tengist umfjöllunarefni málþingsins. Að sýningu lokinni mun Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, leiða umræður um myndina. 

Aðgangur er ókeypis bæði á kvikmyndasýninguna og málþingið. Félagsfundurinn er opinn öllum félagsmönnum og hægt er að skrá sig í félagið á netfanginu midasala@leikfelag.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan