Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hamingjulandið mitt.

Kvöldverðarklúbburinn

Erlendum blaðamönnum sem sérhæfa sig í umfjöllum um mat og matarmenningu var boðið til landsins af Íslandsstofu nú undir lok mánaðarins. Þeir tóku þátt í Food & Fun hátíðinni í Reykjavík en var einnig boðið að heimsækja nokkra staði úti á landi þar sem skipulagðir voru svokallaðir kvöldverðarklúbbar (Supper Club) en það fyrirbæri er að ryðja sér til rúms víða um lönd.
Lesa fréttina Kvöldverðarklúbburinn
Verk eftir D. Írisi og Herthu Maríu.

Opnanir í Listagilinu

Á morgun, laugardag kl. 15.00, opna tvær sýningar í Listagilinu; Annars vegar sýning á verkum alþýðulistamannsins og völundarins Guðmundar Viborg Jónatanssonar (1853-1936) í Ketilhúsinu og hins vegar sýningin “Víxlverkun” í Deiglunni þar sem gefur að líta verk listakvennanna D. Írisar Sigmundsdóttur og Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur.
Lesa fréttina Opnanir í Listagilinu
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey

Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar ferjunnar 3.088 árið 2007 en 6.535 árið 2012. Farþegafjöldinn hefur því rúmlega tvöfaldast á 5 árum og eru erlendir farþegar í meirihluta 6 mánuði ársins. Til viðbótar hafa skemmtiferðaskip einnig viðkomu í Grímsey og er von á fjórum þeirra næsta sumar. Árið 2008 var tekin í notkun ný Grímseyjarferja fyrir 108 farþega og siglir hún þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins hring.
Lesa fréttina Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey
Mynd: Auðunn Níelsson.

Breytt ásýnd miðbæjarins

Breytingar standa nú fyrir dyrum á Hótel Kea og munu þær hafa talsverð áhrif á ásýnd miðbæjarins. Þar auki er akureyrska fyrirtækið Keahótel að færa út kvíarnar og mun innan tíðar opna nýtt hótel í Reykjavík sem verður það þriðja sem Keahótel reka í höfuðborginni. Nýja hótelið heitir Reykjavík Lights og er að Suðurlandsbraut 12. Samtals verða þá sex hótel innan vébanda fyrirtækisins.
Lesa fréttina Breytt ásýnd miðbæjarins
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2013

Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2013

Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið og stendur til 13. mars nk. Margvísleg störf eru í boði, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf o.fl. Allir umsækjendur þurfa að sækja um rafrænt og verður öllum umsækjendum svarað. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Lesa fréttina Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2013
Aaron Walker

Aaron Walker heimsækir Akureyri

Á síðasta ári lýstu Akureyri og Denver vilja til að taka upp vinabæjarsamband á sviði menningar, menntunar og viðskipta. Nú hefur fyrsti menningarviðburðurinn verið skipulagður en Akureyrarstofa og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa í samvinnu við Icelandair boðið Aaroni Walker, gítarleikara frá Denver, til tónleikahalds og kennslu í Tónlistarskólann á Akureyri dagana 28. febrúar til 3. mars.
Lesa fréttina Aaron Walker heimsækir Akureyri
LA frumsýnir Kaktusinn

LA frumsýnir Kaktusinn

Föstudaginn 1. mars verður leikverkið Kaktusinn eftir þýska rithöfundinn og mannréttindalögfræðinginn Juli Zeh frumsýnt. Verkið er magnað og skoplegt ólíkindaverk um ótta og öryggisfíkn, raunveruleika og skáldskap.
Lesa fréttina LA frumsýnir Kaktusinn
Atli Viðar Engilbertsson.

Atli Viðar er listamaður án landamæra

Í morgun var tilkynnt í Ketilhúsinu á Akureyri að Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra árið 2013. List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Í vor verður tíunda hátíðin sett þann 18. apríl. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að list með margbreytilegri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur viðburða. Hún er síbreytileg og lifandi og er haldin um allt land. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.
Lesa fréttina Atli Viðar er listamaður án landamæra
Frá blaðamannafundi í morgun.

Ný rannsókn á launakjörum starfsfólks bæjarins

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði úttekt á launakjörum starfsfólks Akureyrarbæjar árið 2012 og var rannsókninni sérstaklega ætlað að varpa ljósi á hugsanlegan kynbundinn launamun meðal starfsmanna bæjarins.
Lesa fréttina Ný rannsókn á launakjörum starfsfólks bæjarins
Thys de Vlieger og Astrid Nobel .

"Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"

Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan. Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega upp,” segir Astrid.
Lesa fréttina "Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"
Fréttabréf Akureyrarstofu um atvinnumál

Fréttabréf Akureyrarstofu um atvinnumál

Út er komið fyrsta tölublað fréttabréfs Akureyrarstofu um atvinnumál sem ber heitið Atvinnulíf á Akureyri. Útgáfan er ætluð til upplýsingagjafar og aukinnar umræðu um atvinnumál á Akureyri og er dreift til atvinnurekenda bæjarins, og þeirra sem þess óska, með tölvupósti.
Lesa fréttina Fréttabréf Akureyrarstofu um atvinnumál