Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku. Mynd: K…

Fráveita Akureyrarbæjar til Norðurorku

Í dag var undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar. Sameining veitna á Akureyri hefur gerst í nokkrum áföngum. Árið 1993 voru Vatnsveita Akureyrar og Hitaveita Akureyrar sameinaðar og árið 2000 bættist Rafveita Akureyrar við og til varð sameinað veitufyrirtæki Akureyringa, Norðurorka.
Lesa fréttina Fráveita Akureyrarbæjar til Norðurorku
Áramótabrenna og öllum boðið í veislu

Áramótabrenna og öllum boðið í veislu

Mikið var um að vera í Grímsey í gær, sunnudaginn 29. desember, en þá heimsóttu eyjaskeggja bæði læknir, prestur og organisti.
Lesa fréttina Áramótabrenna og öllum boðið í veislu
Áramót á Akureyri.  Mynd Ragnar Hólm

Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00.
Lesa fréttina Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld
Mynd: Hlidarfjall.is.

Alþjóðlegir vetrarleikar í Hlíðarfjalli

Í byrjun mars 2014 verða haldnir alþjóðlegir vetrarleikar (Iceland Winter Games) á skíðum og snjóbrettum í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Mótið verður árlegt og er haldið í starfi við Norwegian Open sem er sambærilegt stórmót í Noregi. Keppt verður í ýmsum greinum frjálsra skíðaíþrótta (freeskiing) og á snjóbrettum. Stefnt er að því að fyrsta árið verði keppendur um 100 frá Norðurlöndunum, einkum Noregi, Svíþjóð og Íslandi, en að í nánustu framtíð verði keppendur ríflega eitt þúsund og þá teygi mótið sig einnig yfir á skíðasvæðin á Dalvík og Siglufirði.
Lesa fréttina Alþjóðlegir vetrarleikar í Hlíðarfjalli
Gámasvæðið um jól og áramót

Gámasvæðið um jól og áramót

Yfir hátíðarnar verður gámasvæðið við Réttarhvamm lokað á jóladag og nýársdag. Alla aðra daga verður opið en þó er afgreiðslutími breytilegur. Opið verður sem hér segir:
Lesa fréttina Gámasvæðið um jól og áramót
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Frístund hækkar ekki

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að falla frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum (frístund) í grunnskólum bæjarins en áður hafði bæjarráð lagt til að vistunargjöld í leikskólum hækkuðu ekki. Með þessu vill bæjarstjórn sýna enn frekar í verki vilja sinn til að vinna gegn aukinni verðbólgu í landinu og standa með barnafjölskyldum í bænum eins og kostur er.
Lesa fréttina Frístund hækkar ekki
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Magnús Viðar Arnarsson formaður Súlna.

Nýr bakhjarl Súlna

Stjórn Norðurorku hf. samþykkti á fundi sínum í desember að styrkja björgunarsveitina Súlur á Akureyri næstu þrjú árin með því að vera bakhjarl áramótaflugeldasýningar sveitarinnar. Súlur urðu til árið 1999 með sameiningu þriggja björgunarsveita á Akureyri, Hjálparsveitar skáta, Flugbjörgunarsveitarinnar og Sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna. Sveitin hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og margsýnt fram á mikilvægi sitt við ýmsar erfiðar aðstæður.
Lesa fréttina Nýr bakhjarl Súlna
Mynd: Hrafnhildur Reykjalín.

Stætó um hátíðar

Sem gefur að skilja verður nokkur breyting á akstri Strætisvagna Akureyrar yfir hátíðarnar. Enginn akstur verður á jóladag og nýársdag en akstri verður hætt um hádegisbil á aðfangadag og gamlársdag. Annan í jólum verður leið 3 ekin eins og um helgar en alla aðra daga keyra vagnarnir samkvæmt leiðarbók.
Lesa fréttina Stætó um hátíðar
Mynd: Auðunn Níelsson.

Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar

Kertakvöld verður haldið í Sundlaug Akureyrar föstudaginn 20. desember frá kl. 17-21. Bryddað var upp á þessu í fyrsta sinn í fyrra og þótti takst mjög vel. Því er leikurinn endurtekinn nú með notalegri jólastemningu, kertaljósum og jólatónlist við sundlaugarbakkann. Kaffi, kakó og piparkökur verða einnig á boðstólum.
Lesa fréttina Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar
Viðburðarík aðventa í Hrísey

Viðburðarík aðventa í Hrísey

Mikið var um að vera í Hrísey um helgina: jólatónleikar, hangikjötsveisla, upplestur og kaffihlaðborð, auk þess sem farin var skemmtileg leikhúsferð fram í Eyjafjörð að sjá Emil í Kattholti.
Lesa fréttina Viðburðarík aðventa í Hrísey
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Afgreiðslutími HAK yfir hátíðarnar

Lokað er á Heilsugæslustöðinni á aðfangadag og gamlársdag en minnt er á bráðamóttöku vaktlækna á FSA á helgidögum frá kl. 10-12 og 14-16. Unglingamóttakan er lokuð frá 18. desember og verður opnuð aftur 7. janúar.
Lesa fréttina Afgreiðslutími HAK yfir hátíðarnar