Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hér á ég heima

Hér á ég heima

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu sýningu Minjasafnsins á Akureyri heldur safnið í sýningarför um Eyjafjörð undir yfirskriftinni Hér á ég heima. Alls verða settar upp fjórar sýningar í þeim sveitarfélögum sem safnið eiga. Á sýningunum er lögð áhersla á ljósmyndir og gripi frá viðkomandi sveitarfélagi.
Lesa fréttina Hér á ég heima
Stórtónleikar í Skátagilinu

Stórtónleikar í Skátagilinu

Í kvöld verður blásið til stórtónleika í Skátagilinu kl. 20.30 og segja má að þá hefjist fjölskylduhátíðin Ein með öllu sem stendur fram á sunnudag. Yfirskrift tónleikanna er Fimmtudagsfílingur N4, en þeir eru í samstarfi við Vodafone, Bílaleigu Akureyrar og Samsung Galaxy S4. Fram koma Contalgen Funeral, Gospelkór Akureyrar, Eyþór Ingi, Hvanndalsbræður, Ingó veðurguð, KK og Rúnar Eff.
Lesa fréttina Stórtónleikar í Skátagilinu
Stórgrýti flutt til Grímseyjar

Stórgrýti flutt til Grímseyjar

Í sumar hefur verið unnið að því að flytja mikið magn af efni til Grímseyjar til að styrkja aðalhafnargarðinn í eyjunni, en hann hefur látið á sjá vegna ágangs sjávar. Samið var við verktakann Árna Helgason ehf. um að vinna stórgrýti úr grjótnámunni við Garð í Ólafsfirði. Þaðan voru teknir um 200 steinar, sem hver vóg á bilinu 7 – 12 tonn, og þeir fluttir til Grímseyjar.
Lesa fréttina Stórgrýti flutt til Grímseyjar
Mynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Fagur bær gerður fegurri

Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka:
Lesa fréttina Fagur bær gerður fegurri
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Sprenging í Grímsey

Um helgina fannst virkt kafbátanjósnadufl frá tímum kalda stríðsins í fjörunni í Grímsey. Voru sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni kallaðir til og komu þeir til Grímseyjar á sunnudaginn með björgunarþyrlunni TF-LIF.
Lesa fréttina Sprenging í Grímsey
Einkennislag Einnar með öllu

Einkennislag Einnar með öllu

Einkennislag fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu 2013 er komið út og er það enginn annar en Summi Hvanndal sem flytur. Lagið var upphaflega flutt af Creedence Clearwater Revival en það voru útvarpsmennirnir geðþekku, Simmi og Jói, sem gerðu íslenskan texta við lagið sem fjallaði um Akureyri og fluttu í útvarpsþætti sínum á Bylgjunni. Nú hefur þeim texta verið breytt að hluta til með góðfúslegu leyfi þeirra félaga og aðlagaður að hátíðinni.
Lesa fréttina Einkennislag Einnar með öllu
Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff. Mynd tekin af runar.is.

Styrktartónleikar fyrir Hetjurnar

Í tilefni 35 ára afmælis tónlistarmannsins Rúnars Eff mun hann halda tónleika næstkomandi miðvikudag kl. 21.00 í Pakkhúsinu þar sem flutt verður bæði nýtt og gamalt efni eftir Rúnar sem og efni eftir aðra tónlistarmenn. Ýmsir gestasöngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt og gefa þeir allir vinnu sína en ágóði tónleikanna, sem eru haldnir í samstarfi við Pakkhúsið, rennur óskiptur til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.
Lesa fréttina Styrktartónleikar fyrir Hetjurnar
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson.

Spuni í Akureyrarkirkju

Á fjórðu og síðustu Sumartónleikum Akureyrarkirkju á næstkomandi sunnudag munu Sigurður Flosason, saxafónleikari, og Gunnar Gunnarsson, orgelleikari, leika lög í eigin útsetningum þar sem spuninn gegnir stóru hlutverki.
Lesa fréttina Spuni í Akureyrarkirkju
Frá grillveislunni í Grænuhlíð.

Grillveisla í Grænuhlíð

Dagþjónustugestir Grænuhlíðar vígðu nýtt grill með viðhöfn í síðustu viku þegar boðið var upp á grilluð kjúklingalæri með dýrindis heimagerðu kartöflusalati. Lagt var á borð bæði úti og inni en vegna vindhviða á pallinum var borðað inni. Um 20 manns, bæði dagþjónustugestir og starfsfólk, snæddu saman og nutu matarins sem það hafði eldað í sameiningu við skemmtilega gítar tónlist og söng. Um afar ánægjulega hádegisstund var að ræða og er stefnt á aðra grillveislu við fyrsta tækifæri.
Lesa fréttina Grillveisla í Grænuhlíð
Mynd frá sýningunni Verkfærið.

Fjölbreyttar listasýningar

Um þessar mundir standa yfir margar fjölbreyttar og skemmtilegar listasýningar á Akureyri og í næsta nágrenni. Segja má að Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hafi riðið á vaðið þegar hún fyrr í sumar opnaði fjölda sýninga í Listagilinu sem unnar eru með þátttöku listamanna af svæðinu og marka hápunktinn í dagskrá Sjónlistamiðstöðvarinnar á árinu. Umfjöllunarefnið er íslenska sauðkindin og menning henni tengd þar sem markmiðið er að byggja brú á milli listsköpunar og raunveruleikans.
Lesa fréttina Fjölbreyttar listasýningar
John Grant á tónleikum. Mynd: Græni hatturinn.

John Grant á Græna hattinum

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant heldur tvenna tónleika á Græna hattinum á morgun, föstudag, kl. 20 og 23. Grant er á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem efni af nýrri sólóplötu hans, Pale Green Ghosts, verður flutt í bland við eldra efni af fyrri plötu hans, Queen of Denmark. Sú plata fékk einstaklega góðar viðtökur um allan heim og var meðal annars valin plata ársins 2010 af tónlistartímaritinu MOJO.
Lesa fréttina John Grant á Græna hattinum