Akureyrarvaka 2013

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Í dag undirrituðu Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri samning um að sá síðarnefndi hafi verkstjórn á Akureyrarvöku 2013 í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Hátíðin verður sem fyrr haldin síðustu helgina í ágúst eða sem næst afmæli bæjarins sem er 29. ágúst.

Jón Gunnar er menntaður leikstjóri og hefur fjölbreytta reynslu af skipulagningu menningarviðburða. Undirbúningur fyrir Akureyrarvöku er nú þegar hafinn og má búast við fjölbreyttri, skemmtilegri og litríkri dagskrá en ætlunin er að fjölþjóðamenning verði áberandi þetta árið. Þeir sem hafa skemmtilegar hugmyndir fyrir Akureyravöku 2013 eru hvattir til að senda Jóni Gunnari línu á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan