Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Opna úr Blíðfinni eftir Þorvald Þorsteinsson.

Barnabækur á ljósastaurum

Járnbækur á ljósastaurum varða nú leiðina frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi og hafa þær vakið ómælda athygli vegfarenda. Birtar eru opnur úr völdum íslenskum barnabókum sem gaman er að lesa úr þegar fólk staldrar við ljósastaurana á gönguferðum sínum. Þannig getur fjölskyldan sameinað útivist og lestur og um leið aukið áhuga barnanna á lestri.
Lesa fréttina Barnabækur á ljósastaurum
Dagskrá 1. maí á Akureyri

Dagskrá 1. maí á Akureyri

Yfirskrift hátíðarhaldanna á verkalýðsdaginn 1. maí á Akureyri er "Kaupmáttur, atvinna, velferð". Safnast verður saman við Alþýðuhúsið í Skipagötu frá kl. 13.30 og lagt upp í kröfugöngu kl. 14.00 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Göngufólk fær afhenta happdrættismiða en dregið verður um vinninga í Hofi að lokinni göngunni.
Lesa fréttina Dagskrá 1. maí á Akureyri
Síðuskóli fyrsti SMT-grunnskólinn á Akureyri

Síðuskóli fyrsti SMT-grunnskólinn á Akureyri

Síðasta vetrardag fagnaði Síðuskóli þeim áfanga að vera orðinn fullgildur SMT-skóli, fyrstur grunnskóla á Akureyri. SMT-skóli felur í sér að skólinn hefur lokið við að innleiða aðferðir og vinnubrögð sem felast í SMT-skólafærni. SMT-skólafærni miðar að því að byggja upp jákvæðan skólabrag þar sem nemendur fá stuðning til uppbyggjandi samskipta.
Lesa fréttina Síðuskóli fyrsti SMT-grunnskólinn á Akureyri
List án landamæra á Akureyri

List án landamæra á Akureyri

List án landamæra á Akureyri hefst laugardaginn 27. apríl með opnunarhátíð í Síðuskóla kl. 12-14. Hátíðin er sett af Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Elmu Berglindi Stefánsdóttur meðlimi leikhópsins Hugsanablaðran. Á opnunarhátíðinni koma fram Jónabandið ásamt Kór Lundarskóla og leikhópurinn Hugsanablaðran sem sýnir leikritið Sæluvík eftir Sögu Jónsdóttur.
Lesa fréttina List án landamæra á Akureyri
Verk eftir Gunnlaug Scheving.

Sjávarsýn

Í Listasafninu á Akureyri verður á morgun, laugardaginn 27. apríl kl. 15, opnuð sýning á fjölmörgum perlum íslenskrar myndlistar. Hér gefur að líta úrval verka úr fórum Listasafns Íslands þar sem íslenskir listamenn hafa sótt innblástur sinn til hafsins og veitir sýningin áhugaverða yfirsýn yfir hvernig þeir hafa nálgast þetta viðfangsefni í gegnum tíðina.
Lesa fréttina Sjávarsýn
Í Ketilhúsinu í dag. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Guðrún Pálína hlýtur starfslaun listamanna

Vorkoma Akureyrarstofu fór fram í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, sumardaginn fyrsta. Þar voru tilkynntar ákvarðanir stjórnar Akureyrarstofu um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs, viðurkenningar Húsverndarsjóðs, viðurkenningu fyrir byggingalist, athafna- og nýsköpunarviðurkenningu Akureyrar og síðast en ekki síst var tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanna 2013-2014.
Lesa fréttina Guðrún Pálína hlýtur starfslaun listamanna
Mynd: Vikudagur.is

2.500 manns á Andrés

Andrésar Andar leikarnir hefjast í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í dag, sumardaginn fyrsta, en um er að ræða stærsta skíðamót landsins með allt að 800 keppendum á aldrinum 6-15 ára. Ásamt þjálfurum, farastjórum og fjölskyldumeðlimum er gert ráð fyrir að um 2.500 manns sæki Akureyri heim um helgina.
Lesa fréttina 2.500 manns á Andrés
Kór Akureyrarkirkju.

Leikið á litróf tilfinninganna

Það er ekki orðum aukið að mikið verði um dýrðir þann 28. apríl í Hofi. Þá gengur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til liðs við Kór Akureyrarkirkju, stærsta kirkjukór landsins, Barokksmiðju Hólastiftis og hluta af landsliði íslenskra einsöngvara, þau Huldu Björk Garðarsdóttur sópran, Alinu Dubik mezzósópran, Snorra Wium tenór og Ágústi Ólafssyni bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.
Lesa fréttina Leikið á litróf tilfinninganna
Komdu að leika

Komdu að leika

Fjölskyldustemning mun ríkja sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl frá kl. 14-16 á Minjasafninu á Akureyri. Blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir brot úr uppfærslu sinni á söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Furðuhluti, ekki þó fljúgandi, má sjá á safninu þennan dag. Þeir munu án efa valda miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum. Kynslóðirnar geta einnig nýtt tækifærið til ganga um ljósmyndasýninguna MANSTU – vetrarbærinn Akureyri um leið og þær fagna sumri þótt snjókornin falli ef til vill úti. Börn og fullorðnir geta hoppað sér til hita á stéttinni með því að húlla, tvista, sippa og blása sápukúlur. Komdu og takt þátt í ratleik á Minjasafnssvæðinu.
Lesa fréttina Komdu að leika
Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum?

Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum?

Norrænt vinabæjamót ungmenna verður haldið í Västerås í Svíþjóð dagana 29. júní – 3. júlí 2013. Þemað í ár er „Umhverfið og við“ og verður unnið í mismunandi hópum að verkefnum sem tengjast því. Að taka þátt í NOVU felur í sér: Að kynna Akureyri og vera góður fulltrúi Akureyrarbæjar, að vera virkur þátttakandi í verkefnum mótsins, að kynnast og tengjast ungu fólki frá hinum vinabæjunum í þroskandi samstarfi í áfengis- og vímuefnalausu umhverfi.
Lesa fréttina Viltu eignast vini á hinum Norðurlöndunum?
Mynd: ÖA.

Aldraðir fá spjaldtölvur

Merkilegt frumkvöðlastarf hefur verið unnið á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) með því að setja upp þráðlaust net og kaupa spjaldtölvur á heimilin. Samhliða því hefur upplýsingamiðlun á heimasíðu ÖA og samfélagsmiðlum verið efld til mikilla muna. Markmiðið er að hvetja til aukinnar virkni íbúa með hjálp upplýsinga- og tölvutækninnar. Í fyrsta áfanga þessa verkefnis hefur spjaldtölvum og þráðlausu neti verið komið upp á tveimur af fimm heimilum (deildum) ÖA.
Lesa fréttina Aldraðir fá spjaldtölvur