Þjálfun í að koma fram og tala

Lautin í Brekkugötu.
Lautin í Brekkugötu.

POWERtalk samtökin eru alþjóðleg samtök sem þjálfa fólk í að koma fram og koma fyrir sig orði opinberlega. Nú stendur til að endurvekja starf samtakanna á Akureyri og bjóða markvissa þjálfun í ræðumennsku og fundarstjórn svo fátt eitt sé nefnt. Þetta gagnast öllum þeim sem vilja koma skoðun sinni á framfæri. POWERtalk eru mannræktarsamtök þar sem allir geta fengið þjálfun á eigin forsendum og á þeim hraða sem þeir kjósa.

"Okkur í stjórn landssamtaka POWERtalk á Íslandi hafa borist fyrirspurnir frá Akureyri um að koma og halda kynningarfund til að endurvekja starfið þar en síðasta POWERtalk deild sem starfaði á Akureyri var Storð sem var stofnuð árið 1993. Áður en Storð hóf starf sitt höfðu tvær deildir verið starfandi á Akureyri sem hétu Rún og Mjöll, báðar stofnaðar 1984 svo að samtökin eiga þar langar sögulegar rætur. Við ákváðum að bregðast við eftirspurninni og slá til, því verður kynningarfundur þann 25. mars nk." segir Guðrún Barbara varaforseti Powertalk á Íslandi.

Kynningarfundurinn á Akureyri fer fram mánudaginn 25. mars í Lautinni, húsi Rauða krossins, Brekkugötu 30, og hefst kl. 20.00.

Félagar úr landsstjórn, ásamt núverandi og fyrrverandi félögum, segja frá starfinu og reynslu sinni innan samtakanna. Tilgangurinn með fundinum er að kynna samtökin og hvað það er sem einstaklingar geti öðlast með þátttöku í þeim. Í framhaldinu eru vonir bundnar við að stofnuð verði deild á Akureyri. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið og möguleikana.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan