Snjósöfnun fyrir páskana

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Nokkur snjókoma var á Akureyri í nótt og er spáð ennþá meiri ofankomu í kvöld og nótt. Næstu daga er spáð köldu veðri og ef til vill einhverjum éljagangi en ekki miklum vindi. Það má því segja að nú sé verið að safna snjó á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fyrir páskana og einnig er allt útlit fyrir að næsta helgi verið skíðafólki afar góð.

Spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag og kvöldið:

Norðan 10-15 og snjókoma eða él í dag en norðan 15-23 í kvöld og bætir í ofankomu. Minnkandi vindur og ofankoma í nótt, norðaustan 3-8 og dálítil él á morgun. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s, hvassast við SA-ströndina og á Vestfjörðum. Skýjað og stöku él um landið norðan og austanvert annars léttskýjað. Yfirleitt vægt frost en frostlaust með ströndinni.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt, 5-10 m/s en hægari norðaustanlands. Él suðaustan og austantil annars úrkomulítið og bjart á köflum. Hiti um frostmark NA-lands annars 0 til 5 stig yfir daginn.

Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, en suðaustan 5-13 SV-til. Bjartviðri og hiti undir frostmarki en 0 til 4 stig S- og V-lands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan