Friðarhlaupið á Akureyri
Friðarhlaupið kom til Akureyrar í dag og tóku Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Hlín Bolladóttir, formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, á móti hlaupurunum við Eymundsson kl. 09.30 í morgun. Eftir skemmtilegt spjall hljóp Hlín með friðarkyndilinn ásamt hlaupurunum og krökkum úr leikjaskóla KA upp Listagilið. Hópurinn staðnæmdist svo við Andapollinn þar sem Hlín gróðursetti sérstakt friðartré.
01.07.2013 - 16:44
Almennt
Lestrar 441