Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Friðarhlaupið á Akureyri

Friðarhlaupið á Akureyri

Friðarhlaupið kom til Akureyrar í dag og tóku Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Hlín Bolladóttir, formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, á móti hlaupurunum við Eymundsson kl. 09.30 í morgun. Eftir skemmtilegt spjall hljóp Hlín með friðarkyndilinn ásamt hlaupurunum og krökkum úr leikjaskóla KA upp Listagilið. Hópurinn staðnæmdist svo við Andapollinn þar sem Hlín gróðursetti sérstakt friðartré.
Lesa fréttina Friðarhlaupið á Akureyri
Mynd: Auðunn Níelsson.

Heitasti júní síðan 1953

Óvenjuhlýtt var á Akureyri í júnímánuði en meðalhitastig var 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní síðan 1953, eða í 60 ár. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands.
Lesa fréttina Heitasti júní síðan 1953
ÁLFkonur opna sýningu í Lystigarðinum

ÁLFkonur opna sýningu í Lystigarðinum

Um helgina opnaði áhugaljósmyndarafélag fyrir konur á Akureyri og í Eyjafirði, ÁLFkonur, ljósmyndasýninguna "Sumar og sól" í Lystigarðinum. Sýningin stendur fram á haust og er opin á opnunartíma Lystigarðsins. Þetta er tíunda samsýning hópsins sem starfað hefur saman frá árinu 2010.
Lesa fréttina ÁLFkonur opna sýningu í Lystigarðinum
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Í gær afhenti skólanefnd Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim kennurum, nemendum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem þótt hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar
Áhöfnin á Húna.

Áhöfnin á Húna

Í næstu viku leggur eikarbáturinn Húni II upp í siglingu hringinn í kringum landið. Um er að ræða samstarfsverkefni Húna II, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Rúv. Áhöfnin á Húna er vel skipuð tónlistarfólkinu Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni sem ætla að halda 16 tónleika í sjávarbyggðum landsins. Fyrstu tónleikarnir verða á Húsavík 3. júlí og þeir síðustu á Akureyri 20. júlí.
Lesa fréttina Áhöfnin á Húna
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

AMÍ fer fram í Sundlaug Akureyrar

Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, setti í gærkvöldi í Sundlaug Akureyrar Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ. Við setninguna var Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ, minnst með einnar mínútu þögn en Ólafur varð bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn. Keppni hófst nú í morgun og stendur fram á sunnudagskvöld. Rúmlega 220 sundmenn frá 20 félögum víðsvegar af landinu og frá Óðinsvéum í Danmörku taka þátt í mótinu.
Lesa fréttina AMÍ fer fram í Sundlaug Akureyrar
Álfabækur á Amtsbókasafninu

Álfabækur á Amtsbókasafninu

Á morgun, föstudag, opnar Amtsbókasafnið sýningu á myndverkum eftir Guðlaug Arason. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum fullum af þekktum en örsmáum íslenskum og erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og þar búa bæði skáld og ýmsar kynjaverur.
Lesa fréttina Álfabækur á Amtsbókasafninu
Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Á morgun, fimmtudag, kl. 17.00 í Hofi verður þeim nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem þótt hafa skarað fram úr í starfi veitt sérstök viðurkenning. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar
Cirkus Flik Flak á Akureyri

Cirkus Flik Flak á Akureyri

Í næstu viku kemur barna- og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku í heimsókn til Akureyrar og heldur sýningar í íþróttahúsi Giljaskóla. Sirkusinn hefur áður komið hingað til lands og hélt sýningar í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ árin 2003 og 2007 við góðar undirtektir.
Lesa fréttina Cirkus Flik Flak á Akureyri
Opinn íbúafundur

Opinn íbúafundur

Opinn íbúafundur um nýtt skipulag miðbæjarins verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í Ráðhúsi Akureyrar kl. 17 næstkomandi fimmtudag, 27. júní. Hönnuðir miðbæjarskipulagsins eru Logi Már Einarsson, arkitekt hjá Kollgátu ehf., og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur hjá Landslagi ehf. Á fundinum mun Logi Már Einarsson, arkitekt kynna skipulagslýsingu og fyrstu drög nýs miðbæjarskipulags.
Lesa fréttina Opinn íbúafundur
Gönguvika á Akureyri og í nágrenni

Gönguvika á Akureyri og í nágrenni

Gönguvika á Akureyri og í nágrenni hefst næstkomandi mánudag, 1. júlí. Dagskráin er vikulöng þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum eru í aðalhlutverki. Gönguvikan, sem nú er haldin í fimmta sinn, er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélags Hríseyjar.
Lesa fréttina Gönguvika á Akureyri og í nágrenni