Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá undirritun samninganna. Mynd: Ragnar Hólm.

Skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga

Síðdegis var skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga og um eftirlit með framkvæmdinni. IAV og svissneska fyrirtækið Matri áttu lægsta tilboðið en áætlaður kostnaður í dag er um 11,5 milljarðar króna. Tilboð Geotek og Eflu í eftirlit með framkvæmdinni hljóðaði upp á rúmlega 420 milljónir króna.
Lesa fréttina Skrifað undir samninga um gerð Vaðlaheiðarganga
Sögustaðir & skáld

Sögustaðir & skáld

Í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 17.00 opnar á Amtsbókasafninu sýningin Sögustaðir & skáld: Frönsk menningararfleifð í túlkun rithöfunda. Stofnunin Centre des monuments nationaux, sem hefur umsjón með sögulegum frönskum minjum, bað á síðasta ári 100 rithöfunda um að skrifa texta um sögustað eða söguminjar í Frakklandi. Hvert viðfangsefni er nálgast á tvennan hátt, annars vegar fá aðilarnir frjálsar hendur til að tjá sig skáldlega um staðinn eða hlutinn og hins vegar fjalla þeir sögulega um viðfangsefnið.
Lesa fréttina Sögustaðir & skáld
Gísli Sigurgeirsson í Glettum.

Glettur á N4 tilnefndar til Eddunnar

Sjónvarpsþátturinn Glettur á N4 hefur verið tilnefndur til Eddunnar í flokki frétta- eða viðtalsþátta. Umsjónarmaður þáttarins er Gísli Sigurgeirsson, tæknimenn Elvar Guðmundsson, Árni Þór Theodórsson, Ágúst Ólafsson og Hjalti Stefánsson.
Lesa fréttina Glettur á N4 tilnefndar til Eddunnar
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Styrkir úr Menningarsjóði

Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast eyðublöðin þar eða hér á heimasíðunni.
Lesa fréttina Styrkir úr Menningarsjóði
Óður til Bellini

Óður til Bellini

Sunnudaginn 10. febrúar gefst unnendum söngs og klassískrar tónlistar tækifæri til að njóta óperusýningar í Hofi þegar fluttir verða valdir þættir úr þekktustu óperum ítalska tónskáldsins Vincenzos Bellinis. Þessar óperur hafa orð á sér fyrir að vera glæsilegar, aðgengilegar og auðskiljanlegar. Óperurnar fjalla um ungar ástir, afbrýði, svik og pretti þar sem allt fer vel að lokum og elskendur ná að eigast. Margir leggja hönd á plóginn svo af þessari metnaðarfullu uppsetningu verði. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, klassísk söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri og óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sameina krafta sína en æfingar hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma.
Lesa fréttina Óður til Bellini
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri

Franska sendiráðið á Íslandi, Akureyrarbær, Borgarbíó og Græna ljósið kynna Frönsku kvikmyndahátíðina sem haldin verður í þriðja sinn í Borgarbíói á Akureyri, 1.-3. febrúar.
Lesa fréttina Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Mynd af heimasíðu Éljagangs.

Éljagangur nálgast

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang sem verður haldin þriðja árið í röð dagana 14.-17. febrúar nk. á Akureyri. Éljagangur er yfirskrift fyrir margskonar viðburði sem tengjast vetri og krefjast útbúnaðar og hugarfars sem er einkennandi og nauðsynlegt í vetrarsporti.
Lesa fréttina Éljagangur nálgast
Ragnheiður Skúladóttir.

Hvað eru sviðslistir?

Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri LA, fjallar um hugtakið "sviðslistir" í fyrsta hluta af fjórum í fyrirlestraröð listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar á vordögum 2013. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ketilhúsinu föstudaginn 25. janúar kl. 14.30.
Lesa fréttina Hvað eru sviðslistir?
Svifryksmælir bilaður

Svifryksmælir bilaður

Svifryksmælir Umhverfisstofnunar við Tryggvabraut á Akureyri sem gefur upplýsingar um loftgæði í bænum er því miður bilaður og gefur því rangar upplýsingar. Því hefur verið ákveðið að fjarlægja um stundarsakir af heimasíðu Akureyrarbæjar allar upplýsingar um loftgæði í bænum eða þar til mælirinn verður kominn aftur í lag.
Lesa fréttina Svifryksmælir bilaður
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Vorboðinn kominn í Grímsey

Fyrstu rauðmagar ársins veiddust við Grímsey í síðustu viku en þar á bæ eru þeir kallaðir vorboðar, órækur vitnisburður um að sólin hækkar á lofti og líður að vori. Rauðmagarnir fengust í net sem eru lögð yfir vetartímann á um 50-60 faðma dýpi og eru látin liggja í sólarhring í senn.
Lesa fréttina Vorboðinn kominn í Grímsey
Sticks & Stones í heita pottinum

Sticks & Stones í heita pottinum

Næstkomandi miðvikudag kl. 19.30-20.30 verður líf og fjör í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar þegar skandinavíski leikhópurinn Sticks & Stones kynnir leikritið Punch. Punch er byggt á sögunni um hjónakornin Punch og Judy og sérkennileg samskipti þeirra. Þrátt fyrir að hafa upphaflega verið ætluð börnum er sagan, sem skrifuð var á 16. öld, blóði drifin og ofbeldisfull.
Lesa fréttina Sticks & Stones í heita pottinum