Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Daníel Starrason.

Litrík dagskrá á sólríkri Akureyrarvöku

Akureyrarvaka hófst í gærkvöldi í prýðilegu veðri með Rökkurró í Lystigarðinum og Draugaslóð um Innbæinn. Dagskráin nær hápunkti sínum í dag með alls kyns uppákomum og viðburðum í Listagilinu, Möguleikamiðstöðinni Rósenborg, Menningarhúsinu Hofi og víðar. Loks verður blásið til Retro Stefson karnivals á sviði sem komið hefur verið fyrir á horni Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis (neðst í Gilinu fyrir framan Hótel KEA) en þar verður hljómsveitin vinsæla Retro Stefson við völd og tekur á móti góðum gestum, meðal annars Helenu Eyjólfsdóttur og Pálma Gunnarssyni.
Lesa fréttina Litrík dagskrá á sólríkri Akureyrarvöku
Verðlaunateikning Róberts Orra Heiðmarssonar.

Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út?

Í hádeginu á morgun, föstudag, verður sýningin Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út? opnuð á veitingastaðnum Bryggjunni. Á sýningunni, sem er hluti af dagskrá Akureyrarvöku, má sjá afrakstur teikninga 9-14 ára nemenda í Glerárskóla sem teiknuðu gyðjuna Akureyrarvöku eins og þeir sáu hana fyrir sér.
Lesa fréttina Hvernig lítur gyðjan Akureyrarvaka út?
Talið frá vinstri: Hreinn Þór Hauksson, Matthías Rögnvaldsson, Jón Steindór Árnason, Helgi Gestsson,…

Samstarf um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri

Í dag skrifuðu fulltrúar Háskólans á Akureyri, Stefnu hugbúnaðarhúss, Tækifæris fjárfestingasjóðs og Akureyrarstofu undir samstarfssamning um framkvæmd og þróun Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri. Samningurinn felur í sér samstarf til næstu þriggja ára.
Lesa fréttina Samstarf um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina á Akureyri
Loftmynd af nágrenni Giljaskóla.

Villandi myndbirting FÍB

Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir ákaflega þörfu umferðarátaki þar sem sjónum er einkum beint að gangbrautum og öryggi gangandi vegfarenda. Í tengslum við herferðina hefur FÍB birt villandi mynd sem tekin er í nágrenni Giljaskóla á Akureyri og hefur Akureyrarbær gert athugasemd við myndbirtinguna. Eftirfarandi var sent framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra FÍB.
Lesa fréttina Villandi myndbirting FÍB
Frá æfingu. Mynd: Daníel Starrason.

Mozartveisla á Akureyrarvöku

Nýtt tónleikaár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er í þann mund að hefjast. Það hefst á Mozartveislu á fjölþjóðlegri Akureyrarvöku föstudagskvöldið 30. ágúst. SN leikur undir stjórn þýska hljómsveitarstjórans Wolfgangs Trommers og ungverski fiðluleikarinn Zsuzsa Debre stígur á svið. Þau eiga bæði farsælan og glæsilegan feril að baki um allan heim og koma nú í fyrsta sinn fram á Íslandi.
Lesa fréttina Mozartveisla á Akureyrarvöku
Mynd: Auðunn Níelsson.

Akureyrarvaka hefst á föstudag

Akureyrarvaka verður haldin um næstu helgi og verður sett með dagskrá í Lystigarðinum á föstudagskvöld undir yfirskriftinni Rökkurró. Veðurspáin fyrir næstu helgi er ekki eins og best verður á kosið en aðstandendur hátíðarinnar ætla ekki að láta það á sig fá og halda ótrauðir sínu striki. Ef til vill verða einhverjir viðburðir færðir um set og hafðir innandyra ef veður verður til óþæginda. Spáð er fremur köldu og vætusömu veðri en stilltu og eiga menn von á að dagskrá hátíðarinnar haldist að mestu óbreytt.
Lesa fréttina Akureyrarvaka hefst á föstudag
Mynd: Hörður Geirsson.

Draugaslóð Akureyrarvöku

Draugar, draugahús, dularfull hljóð, drungalegir tónar og dulúðug stemning, er meðal annars það sem gestir og gangandi munu upplifa frá Samkomuhúsinu og inn eftir Innbænum, elsta hluta bæjarins, næstkomandi föstudagskvöld, 30. ágúst kl. 22.30-23.30 í Draugaslóð Akureyrarvöku.
Lesa fréttina Draugaslóð Akureyrarvöku
Upplestur ungskálda í Flóru

Upplestur ungskálda í Flóru

Á Akureyrarvöku munu ungskáldin Agnes Ársælsdóttir, Bragi Björn Kristinsson, Kristófer Páll Viðarsson, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon lesa upp ljóð sín í Flóru kl. 16.00 á laugardaginn. Þau eru hluti af skáldskaparhópi ungmenna á Íslandi sem bæði yrkja skáldsögur og ljóð en hópurinn tók til starfa nú í sumar. Um síðustu helgi kom út bók þeirra Fríyrkjan I sem verður fáanleg í Flóru.
Lesa fréttina Upplestur ungskálda í Flóru
Akureyringar duglegir að flokka

Akureyringar duglegir að flokka

Út er kominn bæklingur Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar og Gámaþjónustunnar um úrgangsmál og endurvinnslu. Í bæklingnum kemur meðal annars fram að vel hafi gengið um allt land að minnka urðun á lífrænum heimilis- og rekstrarúrgangi og þar fari Akureyringar fremstir í flokki.
Lesa fréttina Akureyringar duglegir að flokka
Þátttakendur í hlaupinu 2012.

Norðurheimskautsbaugshlaup í Grímsey

Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.
Lesa fréttina Norðurheimskautsbaugshlaup í Grímsey
Gluggað í mannlífið

Gluggað í mannlífið

Í tilefni Akureyrarvöku setja ÁLFkonur upp ljósmyndasýningu í gluggum Sýslumannshússins við Ráðhústorg. Sýningin verður sett upp á næstkomandi föstudag og stendur aðeins yfir þessa einu helgi. Myndirnar sýna fjölbreytta flóru daglegra athafna og viðburða á Akureyri og kennir ýmissa grasa enda af nógu að taka þegar kemur að skemmtilegum uppákomum og mismunandi sjónarhornum.
Lesa fréttina Gluggað í mannlífið