Páskar á Græna hattinum

Valdimar.
Valdimar.

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Það sama verður uppi á teningnum alla páskana þar sem haldnir verða tónleikar öll kvöld. En um helgina verður það hljómsveitin Valdimar sem leggur Græna hattinn undir sig og heldur þar tvenna tónleika, þá fyrri í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22.00 og hina seinni annað kvöld kl. 22.00. Hljómsveitin gaf út plötuna Um stund fyrir síðustu jól sem hlaut góðar viðtökur bæði gagnrýnenda sem og plötukaupenda.

Hér að neðan má sjá dagskrá Græna hattsins næstu vikurnar:

Föstudagur 23. mars kl. 22.00: Valdimar.

Miðvikudagur 27. mars kl. 22.00: Hvanndalsbræður ásamt Rögnvaldi gáfaða.

Fimmtudagur 27. mars kl. 22.00: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar.

Föstudagur 29. mars kl. 22.00: Todmobile

Laugardagur 30. mars kl. 22.00: Todmobile.

Sunnudagur 31. mars kl. 20.00: Magnús og Jóhann

Fimmtudagur 4. apríl kl. 21.00: AK EXTREME

Föstudagur 5. apríl kl. 22.00: AK EXTREME.

Laugardgur 6. apríl kl. 22.00: AK EXTREME

Fimmtudagur 18. apríl kl. 20.00: Blússveit Þollíar

Föstudagur 19. apríl kl. 22.00: MEIK - KISS Tribute

Miðvikudagur 24. apríl kl. 22.00: Helgi og hljóðfæraleikararnir

Fimmtudagur 30. apríl kl. 22.00: Moses Hightower.

Græni hatturinn á Facebook

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan