Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Karl Eskil Pálsson.

Til minningar um Heiðu Rósu

Heiða Rósa Sigurðardóttir naut þjónustu Skógarlundar, sem áður hét Hæfingarstöðin við Skógarlund, frá árinu 1999 til dánardags en hún andaðist í vor. Í gær komu aðstandendur Heiðu Rósu í Skógarlund og afhentu veglega peningagjöf til minnigar um hana. Forstöðumaður Skógarlundar tók við gjöfinni og þakkaði hlýhug í garð stofnunarinnar.
Lesa fréttina Til minningar um Heiðu Rósu
Pörin í óvissuferðinni.

Þekkir þú möguleikana?

Akureyri og Eyjafjörður búa yfir ótrúlegum möguleikum til skemmtunar, útivistar og afþreyingar. Heimamenn þekkja yfirleitt nokkuð vel það helsta sem er á boðstólum en ef upplýsingar vantar þá geta þeir til dæmis kynnt sér viðburðadagatalið á heimasíðunni Visitakureyri.is og skoðað þar upplýsingar um ýmislegt áhugavert sem er á döfinni í bænum. En lengi má manninn reyna og líklegt verður að teljast að margt það sem fyrir augu ber í nýjum þáttum sjónvarpsstöðvarinnar N4, Óvissuferð í Eyjafirði, eigi eftir að koma jafnvel heimamönnum á óvart.
Lesa fréttina Þekkir þú möguleikana?
Frá Grímseyjarhöfn. Mynd: Frjðþjófur Helgason.

Aflaheimildir vegna Hríseyjar og Grímseyjar

Bæjarráð Akureyrar hefur sótt um sérstakar aflaheimildir fyrir Hrísey og Grímsey vegna fiskveiðiársins 2013/2014. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 11. september 2013 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Umsóknarfrestur er til 30. september 2013. Bæjarráð fól bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.
Lesa fréttina Aflaheimildir vegna Hríseyjar og Grímseyjar
Bleikt Ráðhús.

Bleikur október á Akureyri

Krabbameinsfélag Íslands og svæðafélög þess hafa á síðustu árum notað októbermánuð til að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Það hefur m.a. verið gert með því að baða hinar ýmsu byggingar í bleiku ljósi. Líkt og mörg hin seinni ár verður Ráðhúsið við Geislagötu lýst upp með þessum hætti og einnig Samkomuhúsið, Landsbankinn og Menningarhúsið Hof.
Lesa fréttina Bleikur október á Akureyri
Hæfileikaríkt Ísland

Hæfileikaríkt Ísland

Stærsta hæfileikakeppni heims teygir nú anga sína til Íslands og verða fulltrúar hennar á Akureyri í næstu viku í leit að hæfileikaríku fólki. Áheyrnarprufur fara fram í Rósenborg sunnudaginn 6. október og hefjast kl. 10. Það er Stöð 2 með Auðun Blöndal í broddi fylkingar sem stendur fyrir keppninni. Leitað er að fólki á öllum aldri til að taka þátt í "Ísland Got Talent" og verðlaunin fyrir siguratriðið eru sannarlega glæsileg eða heilar 10 milljónir króna.
Lesa fréttina Hæfileikaríkt Ísland
Ókeypis barnabíó

Ókeypis barnabíó

Um næstu helgi verða barnasýningar á pólskum og tékkneskum teiknimyndaþáttum í sýningarsal Ungmenna-Hússins á 4. hæð Rósenborgar. Myndirnar eru allar án tals og því hvorki pólsku- né tékkneskukunnátta nauðsynleg til þess að njóta þeirra. Athugið að frítt verður inn, sýningar byrja kl. 16 bæði á laugardag og sunnudag og er sýningartími 45 mínútur.
Lesa fréttina Ókeypis barnabíó
Frá undirritun samningsins. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku og Eiríkur Björn Björgvinsson b…

Ný vatnsaflsvirkjun í Glerá

Bæjarstjórinn á Akureyri og framkvæmdastjóri Fallorku ehf. undirrituðu í dag samning um að Fallorka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæjarins. Meginmarkmið með framkvæmdinni er að nýta endurnýjanlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar.
Lesa fréttina Ný vatnsaflsvirkjun í Glerá
Forvitnilegir tónleikar í Akureyrarkirkju

Forvitnilegir tónleikar í Akureyrarkirkju

Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20. Þeir félagar hafa starfað saman í 15 ár og gefið út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree, sem báðar hafa unnið til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.
Lesa fréttina Forvitnilegir tónleikar í Akureyrarkirkju
Hljómsveitin kimono.

Sérfræðingar að sunnan

Tónleikaröðin "Sérfræðingar að Sunnan!" hefur göngu sína fimmtudaginn 26. september með tónleikum hljómsveitarinnar kimono í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun. Tónleikar í röðinni verða haldnir mánaðarlega fram að áramótum og er tilgangurinn að spyrða saman norðlensku og sunnlensku tónlistarlífi og búa til öflugan grundvöll að frekari samvinnu milli íslensks tónlistarfólks.
Lesa fréttina Sérfræðingar að sunnan
Pollurinn á Akureyri. Mynd: Anders Peter.

Bólusett gegn inflúensu

Bólusett verður gegn árlegri inflúensu 30. september-11. október, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10.15-12.15 á 6. hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Ekki þarf að panta tíma. Mælt er með bólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og aðra sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum.
Lesa fréttina Bólusett gegn inflúensu
Matur úr héraði - Local Food 2013

Matur úr héraði - Local Food 2013

Sýningin MATUR-INN 2013 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 11. og 12. október næstkomandi. Á sýningunni kennir sannarlega ýmissa grasa en hún er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði - Local Food og var síðast haldin haustið 2011. Þá var sett aðsóknarmet þegar sýninguna sóttu yfir 13.000 gestir.
Lesa fréttina Matur úr héraði - Local Food 2013