Mynd: Auðunn Níelsson.
Helgin framundan er svokölluð skiptihelgi hjá skíðasvæðunum á Norðurlandi. Það þýðir að á laugardag og
sunnudag geta þeir sem eiga vetrarkort á einu af samstarfssvæðunum, fengið dagskort á fjórum öðrum svæðum gegn framvísun kortsins.
Er þetta liður í að auka samstarf skíðasvæðanna á Norðurlandi.
Frábært skíðafæri er nú á öllu Norðurlandi og spáin fyrir helgina lofar góðu. Spáð er hægri
norðanhátt og dálitlu frosti.
Síðasvæðin sem taka þátt í skiptihelginni eru Tindastóll við Sauðárkrók, Skarðsdalur í Siglufirði,
Tindaöxl í Ólafsfirði, Böggvinsstaðafjall við Dalvík og Hlíðarfjall á Akureyri. Það eina sem viðkomandi þarf
að gera er að mæta með vetrarkortið sitt í afgreiðslu viðkomandi skíðasvæðis og fá dagskort.