1. deildarmeistarar Þórs

Þór sigraði Hött 1-0 þegar liðin mættust á Þórsvelli á laugardaginn í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu í 10. sigurleik Þórs í röð. Þórsarar höfnuðu í efsta sæti deildarinnar með 50 stig og munu því spila í úrvalsdeild næsta sumar. Mikil stemning ríkti á Þórsvellinum allan laugardaginn sem náði hámarki þegar 1. deildarbikarinn fór á loft.

Hér að neðan má sjá myndir sem Páll Jóhannesson tók á laugardaginn.

    

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan