Opin gestavinnustofa Gilfélagsins

Listamaður septembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins er þýski myndlistarmaðurinn Jens Reichert en þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir Ísland. Gestavinnustofan verður opin á morgun, laugardag, kl. 14.00-21.00. Reichert kom til Akureyrar frá Seyðisfirði þar sem hann dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells í einn mánuð. 

Aðaláhersla Reichert er á skúlptúra en hann vinnur einnig með listmálun, innsetningar, hljóðverk, ljósmyndun og lýsingu. Reichert mun sýna verk sem hann hefur unnið á undanförnum vikum á Íslandi auk hljóðverksins Trying to teach Icelandic while living in Germany sem er um tengsl fólks við móðurmálið og um misræmi á milli hljóðs og merkingar þess. 

Frekari upplýsingar um Jens Reichert má sjá á heimasíðu hans reichert-jens.de. Gestavinnustofa Gilfélagsins er í Listagilinu, Kaupvangsstræti 23.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan