Á morgun, miðvikudag, kl. 18.00 verða fjáröflunartónleikar í Hofi vegna ferðar sellónemenda Tónlistarskólans á Akureyri til
Barcelona. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 13 ára og eldri en einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allir sellónemendur skólans munu
koma fram á tónleikunum og leika fjölbreytta dagskrá íslenskra og erlendra verka.
Fimm nemendur munu dvelja í Barcelona dagana 11.-15. október ásamt kennara sínum Ásdísi Arnardóttur og heimsækja
tónlistarskólann Escola Luthier d´Arts Musicals þar sem haldnir verða sameiginlegir tónleikar nemenda beggja skóla. Stefnt er að heimsókn
nemenda Escola Luthier d´Arts Musicals Barcelona til Akureyrar í framtíðinni.