Listamannsspjall í Mjólkurbúðinni

Aðalheiður Valgeirsdóttir býður í listamannsspjall á morgun, laugardag, kl. 15.00 í Mjólkurbúðinni um sýningu sína Jarðsamband. Sýningin fjallar um náttúruna og þær spurningar sem vakna um tengsl manna og náttúru við síbreytilega ásýnd hennar. 

Aðalheiður lauk námi frá Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1978 og BA prófi í listfræði frá Háskóla Íslands 2011. Hún stundar nú MA nám í listfræði við Háskóla Íslands. Aðalheiður hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. 

Mjólkurbúðin er staðsett í Listagilinu og sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag, 30. september.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan