Heimsókn frá Bandaríkjunum

Dr. William H. Thomas í Hlíð.
Dr. William H. Thomas í Hlíð.

Dr. William H. Thomas, upphafsmaður Eden hugmyndafræðinnar (Eden Alternative), heimsótti öldrunarheimili Akureyrar fyrr í vikunni. Hann er staddur hér á landi vegna ráðstefnu um Eden hugmyndafræðina sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Um 160 manns tóku þátt í ráðstefnunni og voru fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Færeyjum, Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki og Suður Afríku. Auk þess að heimsækja öldrunarheimili bæjarins hélt dr. Thomas erindi í samkomusalnum í Hlíð þar sem hann sagði frá tilurð hugmyndafræðinnar og svaraði spurningum gesta úr sal.

Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni á öldrunarheimilum Akureyrar. Hún leggur áherslu á sjálfræði, virðingu, umhyggju, væntumþykju og gleði og er afrakstur rannsókna dr. Thomas sem gerðar voru á Chase Memorial Nursing Home í Bandaríkjunum árið 1991. Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að íbúana vantaði innihald í lífið og tilgang til að lifa. Markmið hugmyndafræðinnar er því að útrýma leiða, einmanaleika og hjálparleysi til að íbúar öldrunarheimila öðlist frekari lífsgæði.

Dr. Thomas hefur skrifað margar bækur um öldrun og hlotið ýmiskonar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan