Dömulegir dekurdagar

Dömulegir dekurdagar verða haldnir í fimmta sinn á Akureyri helgina 11.-14. október næstkomandi. Þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt verður að velja úr fjölda viðburða og bjóða Flugfélag Íslands og Icelandair Hótel Akureyri upp á sérstakan dekurpakka.

Á meðal viðburða sem hægt verður að velja úr eru tónleikar Björgvins Halldórssonar í Hofi, útgáfutónleikar Retro Stefson á Græna hattinum, kósýkvöld með Eyjólfi Kristjánssyni á Strikinu, afmælistónleikar Hvanndalsbræðra í Hofi og konukvöld í Centro.

Nánari upplýsingar má sjá HÉR og á Facebooksíðu Dömulegra dekurdaga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan