Farskóli safnmanna í Hofi

Félag íslenskra safna og safnmanna heldur þessa dagana farskóla sinn í menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni "Aðgengi að menningararfinum". Metþátttaka er í skólanum en alls eru um 120 starfsmenn íslenskra safna skráðir til leiks.

Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti þingsályktunartillögu um menningarstefnu stjórnvalda fyrir farskólafólki. Farskólanum lýkur á morgun, föstudag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan