Afmælisganga um slóðir skáldanna

Í afmælisgöngunni í kvöld, fimmtudagskvöld, verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna. Akureyrarbær hefur stundum verið nefndur “skáldabærinn" vegna fjölda eldri og yngri skálda sem hér hafa alið manninn. Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar verður farið í ljóðagöngu um brekkuna og heilsað upp á skáldin sem þar bjuggu og lesið úr ljóðum þeirra. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Amtsbókasafnið kl. 20.00 og göngunni lýkur við Sigurhæðir.

Erlingur Sigurðarson fv. umsjónarmaður skáldahúsanna hefur skipulagt gönguna og nýtur hann fylgdar Hólmkels Hreinssonar og Hólmfríðar Andersdóttur starfsmanna Amtsbókasafnsins.

Gangan er skipulögð af Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Fylgist með dagskrá afmælisársins á www.visitakureyri.is, www.facebook.com/akureyri150 og á www.akmus.is.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan