Í gær á 150 ára afmælisdegi Akureyrar voru formlega afhentir lyklar að nýju dvalarheimili við Vestursíðu sem fengið hefur nafnið
Lögmannshlíð og á næstu dögum munu flytjast þangað þeir 45 íbúar Kjarnalundar og Bakkahlíðar. Nýja
dvalarheimilið er hið fyrsta á Íslandi sem er að fullu hannað í anda Eden-hugmyndafræðinnar. Í Eden-hugmyndafræðinni er lögð
áhersla á sjálfræði, virðingu, umhyggju, væntumþykju og gleði.
Lögmannshlíð er 3.374,8m² að stærð og samanstendur af 5 íbúðareiningum fyrir 9 íbúa á hverja einingu sem allar tengjast
í gegnum miðbyggingu. Á heimilinu eru litlar íbúðir með góðri snyrtingu og aðstöðu fyrir nauðsynleg hjálpartæki og er
útiaðstaða við hverja íbúð. Í miðbyggingu er samkomusalur fyrir félagsstarf, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun,
hár- og fótsnyrting og fleira þess háttar. Einnig er mjög góð sameiginleg aðstaða í útigörðum bæði á milli
húsa og þar í kring.
Einstakar einingar heimilisins hafa hlotið nöfnin Árgerði, Bandagerði, Kollugerði, Melgerði og Sandgerði sem öll eiga sögulega skírskotun.