Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir Afmælisvaka - 150 ára afmælishátíð Akureyrar og af því tilefni er óskað eftir
samvinnu við íbúa og fyrirtæki um að hreinsa vel til, halda bænum hreinum og henda ekki rusli á almannafæri. Einnig er hvatt til þess að
skreyta garða og hús með hvítum perum og flagga íslenska fánanum um komandi helgi.
Í tilefni af afmælinu hefur mikið verið lagt í fegrun bæjarins á árinu af Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem hvetur
bæjarbúa til að leggjast á eitt til að gera þessa afmælishátíð að eftirminnilegum viðburði öllum til
ánægju.
Fylgist með dagskrá afmælisársins á visitakureyri.is, facebook.com/akureyri150 og akmus.is.