Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri er boðið til hátíðarhalda í húsakynnum skólans
á næstkomandi sunnudag kl. 13.00 til 16.00. Hátíðardagskráin hefst á sviði í Miðborg, anddyri háskólans, þar sem m.a.
verður sýndur hluti úr leikverkinu Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur. Að því loknu tekur við dagskrá um allan háskóla
þar sem margt verður í boði s.s. gönguferð með leiðsögn um byggingar háskólans með áherslu á arkitektúr og listaverk,
sýning á vegum barnabókaseturs, bangsasjúkrahús og endurhæfing og í lok dagsins er hægt að fara í Sögugöngu um
Sólborgarsvæðið. Boðið verður upp á köku og kaffi auk þess sem grillað verður sjávarfang og pylsur.
Nánari dagskrá og tímasetningar má finna á heimasíðu háskólans, www.unak.is.