Hápunktur Afmælisvöku um helgina

Ráðhústorg á afmælisdaginn. Mynd: Auðunn Níelsson.
Ráðhústorg á afmælisdaginn. Mynd: Auðunn Níelsson.

Í kvöld, föstudagskvöld, verður hin sívinsæla Rökkurró haldin í Lystigarðinum sem verður ljósum prýddur og fagurlega skreyttur í tilefni dagsins. Á sama tíma hefst kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar með raftónleikunum Exodus í Listagilinu. Draugaslóð Minjasafnsins verður síðan farin kl. 22.30.

Af viðburðum á laugardag má nefna afhjúpun á sérstökum söguskiltum í gamla Innbænum, sögugöngu um Lystigarðinn kl. 11 og hátíðardagskrá á Akureyrarvelli sem hefst kl. 14.00. Þar verður boðið upp á hátíðlega dagskrá í tali og tónum, aðalræðumaður verður Akureyringurinn Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

Barnaskemmtun verður á Ráðhústorgi kl. 15.00 og afmælistónleikar með akureyrsku hljómsveitunum Bara flokknum, 200.00 naglbítum, Skriðjöklum og Hvanndalsbræðrum hefjast kl. 21.00. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á N4 og Rás 2. Herlegheitunum lýkur síðan með einstakri flugeldasýningu og ljósasýningu á Menningarhúsinu Hofi og á Pollinum kl. 23.30.

Dagskráin í heild sinni. Facebook síða Afmælisvöku.

Hér að neðan má sjá myndir sem Auðunn Níelsson tók af margvíslegum viðburðum Afmælisvöku.

                

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan