Leikhópurinn Þykista stendur fyrir Götulistahátíðinni Hafurtask 20. - 25. ágúst næstkomandi. Hátíðin er hluti af
afmælishátíð Akureyrarbæjar en er þó sjálfstætt verkefni þessa nýja leikhóps sem hefur verið iðinn við
frumkvöðlastarf síðan hann var stofnaður árið 2010. Aðaláhersla Hafurtasks er að stuðla að lærdómi og þátttöku
ungmenna frá Akureyri og nærsveitum á sviði lista og skapa vettvang fyrir þau til að koma sér á framfæri.
Dagana 20.-24. ágúst getur ungt fólk á aldrinum 15-30 ára tekið þátt í listasmiðjum Hafurtasks. Boðið er upp á
leiklistarsmiðju, danssmiðju, gjörningasmiðju, tónlistarsmiðju og kórasmiðju. Þátttökugjald er 5.000-8.000 krónur á smiðju.
Afrakstur vinnu hverrar smiðju verður hluti af dagskrá Hafurtasks laugardaginn 25. ágúst sem fer fram víðsvegar um miðbæ Akureyrar og verður
auglýst nánar síðar.
Allar frekari upplýsingar má finna á hafurtask.is.