Þekktu bæinn þinn nefnist afmælisrit Akureyrarkaupstaðar sem verður 150 ára gamall 29. ágúst næstkomandi. Í stuttum og
hnitmiðuðum textum er sagt frá sérkennum afmælisbarnsins og lesandinn leiddur um götur og hverfi bæjarins auk þess sem fjallað er um Grímsey og
Hrísey.
Um 500 ljósmyndir, allar frá þessari öld og margar teknar úr lofti, prýða bókina og varpa skemmtilegu ljósi á bæinn og
verða er tímar líða einstæð heimild um Akureyri í byrjun 21. aldar.
Þekktu bæinn þinn er einkar fallegt og veglegt afmælisrit, á þriðja hundrað blaðsíður, í stóru broti og innbundin, allar
ljósmyndir eru í lit, og vandað er til prentunar og frágangs í hvívetna – eins og sæmir afmælisbarninu.
Væntanlegum kaupendum býðst bókin á tilboðsverði, 9.800 kr. – fullt verð er 14.900 – og að fá nafn sitt skráð á
heillaóskalista er birtist í bókinni. Ritstjóri er Jón Hjaltason sagnfræðingur, en útgefandi er Völuspá útgáfa í
samvinnu við Akureyrarkaupstað. Bókin mun koma út afmælisdaginn, 29. ágúst næstkomandi.
Pöntunarsímar: 821 1780 og 863 2250 eða í netfanginu, jonhjalta@simnet.is.
Afmælisrit Lystigarðsins
Lystigarðurinn á Akureyri er 100 ára á þessu ári og á þeim miklu tímamótum verður gefið út sérstakt
afmælisrit. Þar segir frá tilurð garðsins og hvernig Akureyringar og aðrir landsmenn hafa notið góðs af þeirri vinnu allar götur
síðan.
Fjölmargar myndir prýða þessa fallegu bók sem nú er boðin á tilboðsverði, 7.900 kr. og fá kaupendur nöfn sín
skráð á heillaóskalista sem birtist í ritinu. Saga Lystigarðsins er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir, landslagsarkitekti, en
meðhöfundur er Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins. Áformað er að bókin komi út á 100 ára afmæli
Lystigarðsins þann 31. júlí næstkomandi.
Tekið er við áskriftum í síma 861 9407 og í netfanginu; kristinarna@hotmail.com.